Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 60
40
SEÐLAMÁL BRETA
EIMREIÐIN
aðeins að nafninu, og frá 1919 til 1925 var útflutnings-
bann á gulli.
Útgáfa gjaldeyrisseðlanna fór hraðvaxandi á styrjaldarárunum
og eftir þau. I dezember 1920 náði útgáfa þeirra hámarki,
og voru þá í umferð 370 milj. &. Aftur á móti var tiltölulega
lítill vöxtur í seðlum Englandsbanka. 1914 hafði Englands-
banki í umferð 40 miij. £ og í árslok 1920 115 milj. •£.
Mikið hefur verið um það deilt, hvern þátt gjaldeyrisseðl-
arnir áttu í falli sterlingspundsins. Eins og fyr er getið komst
það á .árinu 1920 niður í 70°/o af gullgildi, og stóð það aldrei
lægra. Mun það sanni næst, að gjaldeyrisseðlarnir eigi nokkra
sök á rýrnun sterlingspundsins, en þó eigi stórvægilega. Það
verður varla sagt um Breta, að þeir hafi látið seðlakvörnina
mala upp í herkostnaðinn, enda var það í sjálfu sér mikill
hemill á útgáfu gjaldeyrisseðlanna, að einungis mátti gefa út
lágseðla.
I janúarmánuði 1918 var skipuð nefnd »til þess að íhuga
þau viðfangsefni, er mundu koma upp í sambandi við gjald-
eyri og gjaldeyrisgengi á viðreisnartímabili, og til þess að
gera tillögur um þær ráðstafanir, er gera þyrfti til þess að
koma á eðlilegu viðskiftaástandi með hagkvæmum hætti*.
Cunliffe lávarður, bankastjóri í Englandsbanka, var skipaður
formaður nefndarinnar, og er hún því venjulega kölluð
Cunliffesnefndin.
Nefndin birti fyrstu skýrslu sína í ágústmánuði (s. á.), og
lagði hún þar til, að ráðstafanir væru gerðar eins fljótt og
unt væri til þess að minka óvörðu seðlaútgáfuna, þ. e. heim-
ildarútgáfu gjaldeyrisseðlanna. Nefndin lagði til, að fram-
kvæmdin yrði á þá leið, að »hið raunverulega hámark heim-
ildarseðlaútgáfu hvers árs skyldi verða lögákveðið hámark
næsta árs á eftir«. í reglugerð, sem gefin var út í dezember
1919, fór fjármálaráðuneytið eftir þessari tillögu og ákvað þar,
að hið raunverulega hámark heimildarútgáfu gjaldeyrisseðlanna
árið 1919 skyldi vera löghámark ársins 1920. Hefur löghá-
markið farið lækkandi frá ári til árs og verið sem hér segir:
Þúsund £ Þúsund £
1920 320600 1922 309988
1921 317600 1923 270183