Eimreiðin - 01.01.1929, Qupperneq 64
44
SEÐLAMÁL BRETA
EIMREIÐIN
fram tilagið, að fullu með gulli, þá sé seðlaútgáfan svo
ósveigjanleg, að atvinnulífinu geti stafað hætta af. Þótt hlut-
fallsskipulagið eigi marga og öfluga fylgismenn í Englandi,
var þegar í upphafi ljóst, að eigi mundi verða nein breyting
á skipulaginu, og deilurnar stóðu því mest um stærð tillagsins
og hversu það yrði aukið eða minkað.
Lögin ákveða, að hámark tillagsins skuli vera 260 milj. £.
Astæðan, sem stjórnin færði fyrir því, að einmitt þessi upp-
hæð var tiltekin, var sú, að arður bankans af seðlaútgáfunni
mundi rýrna, ef tillagið yrði stærra. Þá yrði bankinn að leggja
ríkisskuldarbréf yfir í seðladeildina, sem svaraði mismuninum,
og ríkissjóður fengi þá meiri arð, en bankinn að sama skapi
minni. Verkamannaflokkurinn vildi hækka tillagið upp í 275
milj. £, og hinn alkunni hagfræðingur Keynes hélt því mjög
eindregið fram, að tillagið væri of lágt.
Undanfarið hefur verið dauft yfir atvinnulífinu í Englandi
og seðlaumferð því með minna móti. Töldu því mótstöðumenn
frumvarpsins, að eigi mætti miða hámarkið við yfirstandandi
tíma, sem væru óvenjulegir. Á venjulegum tímum mundi seðla-
útgáfunni eigi haldið innan þessara takmarka nema því aðeins
að beitt væri takmörkunum í lánveitingum. Um miðjan maí-
mánuð námu seðlar í umferð alls um 370 milj. £. Gullforðinn
var þá nær 160 milj. £ og tillagið samkvæmt frumvarpinu
260 milj. væri þá varaforði af seðlum aðeins um 50 milj. £.
Nú héldu sumir því fram, að þegar varaseðlarnir væru komnir
niður í t. d. 20 milj. £, yrði Englandsbanki að grípa til for-
vaxtahækkunar, og væri því varaforðinn í raun og veru að-
eins 30 milj. £. Sú upphæð væri alt of lítil, þegar tekið sé til-
lit til verzlunarveltunnar og innstæðufjár þess, er önnur lönd
eiga inni í London. Andstaðan gegn ákvæðum frumvarpsins
um tillagshámarkið .bygðist með öðrum orðum á því, að þau
mundu að þarflausu skapa örðugleika fyrir atvinnulíf þjóðar-
innar á komandi tímum.
Stjórnin viðurkendi líka óbeinlínis, að vafamál væri, hvar
hámarkið skyldi sett. Nýmæli frumvarpsins um heimild til
breytinga á hámarkinu stefndi að því að draga úr aðalgalla
tillagsskipulagsins — ósveigjanleikanum. Vegna þessa ákvæðis