Eimreiðin - 01.01.1929, Síða 86
66
FRÁ SÓLEVJUM
eimreiðin
hætti og þýðingu, er þó framburðurinn alt öðruvísi en í Kína.
Enda er japanskan ekkert skyld kínverskunni. — Alþýðu-
mentun er í góðu lagi í Japan; kunna flestir að lesa og
skrifa, enda hefur skólaskylda verið lengi þar í landi. Háskólar
eru þrír í landinu (sá stærsti í höfuðstaðnum); standa þeir
fullkomlega jafnfætis háskólum Norðurálfunnar.
Seinni hluta dagsins heimsóttum við stórt sjúkrahús þar í
bænum. Það var tveggja hæða hús með alútlendu byggingar-
lagi. Sjúkrastofur, sem ætlaðar voru fjölskyldum, þóttu mér
eftirtektarverðar. Þær voru langar, en þiljaðar í sundur í tvÖ
snotur herbergi. Eg vissi til þess, að í einni slíkri stofu lá
maður sjúkur í innra herberginu; en konan hans hélt til í
fremra herberginu, með tveim börnum þeirra hjóna. Þar mat-
bjó hún fyrir alla fjölskylduna og stundaði jafnframt bónda sinn.
Um kvöldið sátum við að snæðingi í japönsku veitingahúsi,
síra Octavíus, frú hans og ég. A gólfinu hér og þar stóð
mikill fjöldi af smáglóðarkerum, eða eldavélum. Hópar af
fólki sátu kringum þessi eldavélakríli og matbjuggu. En hvergi
voru borð, stólar né bekkir í salnum. — Ókkur var fengin
panna. Við settum hana yfir glóðarkerið og sköruðum í eld-
inn. Þá var okkur borin feiti, blóðugt kjötstykki og allskonar
grænmeti. Alt þetta steiktum við og hrærðum sleitulaust í, og
stráðum svo ríkulega sykri yfir þessa fágætu krás. Þá voru
okkur gefnir matarprjónar og sín skálin hverju. í skálarnar
helti veitingastúlka úr hráu eggi, sem við svo hrærðum í og
notuðum fyrir ídýfu. Þótti mér þetta góður matur og borðaði
nægju mína, þó prjónarnir flæktust fyrir.
Við hátíðleg tækifæri og í veizlum nota Japanar lítil og
lág borð. Er einn réttur á hverju þeirra. — Hrísgrjón nota
þeir mikið. Þau eru gufusoðin eins og í Kína og borin með
síðasta rétti.
Klukkan að ganga 12 um kvöldið sátum við kófsveittir í
sjóðheitu, japönsku baði. Baðkerið var djúpur trédallur, og
var ofninn settur inn í hann neðanverðan. Vatnið á að vera
sem allra heitast, og á maður að sitja í því upp að nefi sem
lengst. Mér lá við að fara eftir tilfinningum mínum, en fór
þó ekki upp úr, bæði vegna þess, að baðið var japanskt, og
svo vildi ég ógjarna láta spyrjast, að íslendingar bráðnuðu
fyr en aðrir menn.
Um morguninn, kl. 4 daginn eftir, átti ég að fara með
járnbrautarlest suður í Kóbe. Eg vaknaði ekki fyr en klukkan
51/2, rauk á fætur í ofboði, en varð að bíða eftir næstu lest,
eða til klukkan 7. Eftir 5 tíma akstur komum við til Kóbe,
þ. e. a. s. kl. 12, nákvæmlega á þeim tíma, sem skipið-