Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 90
70
FRÁ SÓLEYJUM
EIMREIÐIN
Nokkuð á aðra miljón manna urðu húsnæðislausir í jarð-
skjálftunum 32 árum áður, árið 1891. Árið 1894 skolaði 80
feta há hafalda 30 þúsundum manna með sér út í sjó. Áður
höfðu einu sinni 100 þúsund manna farist á líkan hátt.
Enga þjóð skortir landrými átakanlegar en ]apana. Hafi þeir
verið ágengir og óréttlátir í viðskiftum sínum við Kínverja, er
þeim það nokkur vorkunn. Þeir urðu að ná fótfestu á megin-
landinu. Þá skorti landrými, og þá skorti hráefni, eftir að þeir
gerðust iðnaðarþjóð, en það höfðu Kínverjar hvorttveggja í
ríkari mæli en nokkur önnur þjóð. — En fyr eða síðar munu
Frá Tokyo.
]apanar verða að bæta fyrir níðingsverk sín í Kóreu, í ein-
hverri mynt. Eins og við er að búast, eiga þeir nú litlum
vinsældurti að fagna í Kína, og er mikið tjón að því. Áður höfðu
Kínverjar keypt einn þriðja af útfluttum iðnaðarvörum Japana-
í miðjum júlímánuði lögðum við upp í langferð. Á Hondo
norðarlega, ekki mjög langt frá Tokyo, er stöðuvatn, sern
Nojiri heitir. Er þar náttúrufegurð mikil og svo kalt á sumrin.
að þar hafa útlendir menn og innlendir bygt sér sumarbústaðú
og halda þar til heitasta tíma ársins. Við héldum þar til '
húsi, sem heitir Valhöll og er eign íslenzku trúboðshjónanna
í Japan.
Mánuði seinna vorum við aftur á suðurleið, á leið til Kína-
Frá Nojiri til Nagasaki er 42 klukkustunda ferð með hraðlest-
Ber margt fyrir augun á þeirri löngu leið, þó ekki sé alt »