Eimreiðin - 01.01.1929, Blaðsíða 124
104
RITSJÁ
EIMRElÐlN
liöinn voru 50 ár liðin síðan fyrsti vitinn var reistur á íslandi, — vitirin
á Valahnúk á Reykjanesi. Ritið er glögg og greinargóð heimild um einn
þáttinn í viðreisnarstarfi þjóðarinnar og gefur fróðlegt yfirlit um sögn
vitamálanna frá fyrstu tímum. Það er prýtt fjölda mynda.
Julius Schopka: KAFBÁTAHERNAÐURINN. Rvík 1928. Ægilegri
en nokkur harmleikur er þessi óbrotna lýsing á lífi og starfi þeirra
manna, sem unnu á kafbátunum þýzku í heimsófriðinum mikla, spennand'
eins og skáldsaga og þó ekkert annað en blákaldur veruleikinn, eins °S
hann gerist og gengur á okkar upplýstu tuftugustu öld. Julius Schopk3
var sjóliði á kafbátnum „U 52“ og komst þar í marga harða raun, etl
slapp samt óskaddaður að mestu úr þeim öllum og er nú friðsamur °S
vel metinn íslenzkur ríkisborgari hér í Reykjavík. Árni Óla blaðamaður
hefur skráð endurminningar þessar eftir frásögu J. S. Þeir sem vili8
kynnast því, hvernig kafbátahernaðurinn þýzki var rekinn, fá ekki annars-
staðar áreiðanlegri lýsingu á því en úr endurminningum þessa sjónar-
vottar, sem virðist hvarvetna gera sér far um að segja sem ljósast.fr3
og án allrar hlutdraegni.
Fröis Fröisland: FORTELLINGER FRA FRONTEN. Ti árs minner
og mer fra verdenskrigen. Gyldendal Norsk Forlag. Oslo 1928.
Enn ein lýsingin frá ófriðarárunum, sem Eimr. hefur borist. H°f-
er aðalritstjóri við blaðið Aftenposten í Oslo, en var fréttaritari í Frakk*
landi um tíma meðan á stríðinu stóð. Þessir þaettir frá vesturvígstöðvunum
París eru Iifandi lýsing á þeirri upplausnaröldu, sem skall yfir heimin11
á stríðsárunum. Þróttur og vopnagnýr er í frásögninni, en mest fjötrar
veruleikablaerinn hug lesandans. Það er auðfundið, að höf. hefur sjálfur
lifað með í viðburðum þeirrar vargaldar, sem hann er að segja frá.
Sv. S■