Eimreiðin - 01.01.1929, Qupperneq 126
XVHI
EIMREIÐIN
Brotabrot um bækur.
Vilji menn þroska bókmentasmekk sinn, verða menn að leggja
stund á Iestur með ráðnum hug og á reglubundinn hátt. Vér fórn-
um 611 nokkrum tíma á hverjum degi til þess að Iesa blððin. Vér
ættum jafnan að gæta þess að fórna a. m. k. öðrum eins tíma til
þess að kynna oss bókmentir. Þetta er hægt, ef viljinn er góður,
og einn klukkutími á dag getur valdið kraftaverkum á einu ári.
Það er ekki svo mikið undir því komið að lesa mikið eins og að
lesa einungis það, sem er gott, lesa lítið í einu, en láta aldrei falla
úr stund. Það þroskar mann oftast miklu meira en að hlaupa yfir
mikið, og hafa svo ekki tíma til að melta það og ígrunda efni
hins lesna. W. E. Simnet.
Oss ber að lesa til þess að auka við reynslu sjálfra vor með
því að kynnast reynslu annara manna, meiri og víðsýnni en vér
erum sjálf. Oss ber að lesa af því, að í vísindunum veitist oss
samandregið erfiði aldanna og rannsóknir þeirra í Ijósri mynd, og
af þvf, að í snildarverkum bókmentanna finnum vér undarlega feg-
urð og töfrandi verur, sem fegurðina elska og hvergi er að finna nema
þar. Lestur getur veitt oss skarpari skilning á því, sem verðmætt er,
og gert oss hæfari til að veita því viðtöku Georg Brandes.
Bækur eru hinir sílogandi vitar þeirrar vizku, sem mennirnir
hafa aflað sér. G. W. Curtis.
Lestur er það sama fyrir sálina eins og hreyfing er fyrir lík-
amann. Addison.
II Þá bók kalla ég góða, sem maður opnar með eftirvæntingu og
! lokar þroskaðri en áður. Alcott.
Hinir eiginlegu háskólar vorra daga eru bækurnar. Carlyle.
Sumar bækur virðast ekki ritaðar til þess, að menn eigi að
læra af þeim, heldur til þess að láta menn vita, að höfundurinn
hafi sjálfur verið lærður. Goethe.
Það kann ef til vill að þykja oddborgaralegt, en samt er það
satt, að í heimi bókmentanna verðum vér að halda oss að höfð-
ingjunum, þá hjálpa þeir oss til að skilja tilgang tilverunnar.
Kipling.