Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 64
152
GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA
eimreiðin
nauðalíkt nú á dögum og það var á öldunum áður, t. d. á
dögum Krists. Vér höfum aðrar heimsskoðanir en þeir, er
þá lifðu, og vér teljum svo, að vér þekkjum sjálfa oss betur
en þeir gerðu. En sjálfur er heimurinn sá sami og áður, vér
einnig; það er svo sáralítið sem aukin þekking á hvorutveggja
hefur breytt því. Það, sem mestu varðar, er, að aðstaða vor
sjálfra til að breyta og bæta er betri en þeirra, er áður lifðu.
Vér njótum ávaxtanna af því, er þeir unnu nýtilegt, en höfum
til viðvörunar það, sem þeim varð að fótakefli. Þannig er
hann til kominn þessi »annar heimur«, sem vér lifum nú í.
Enn er ótalin ein grein guðfræðinnar, »samstæðilega guð-
fræðin« svonefnda. Hún er tvíþætt, trúfræði og siðfræði. Um
þessa fræðigrein má segja hið sama og um guðfræðinámið i
heild, að þungamiðja hennar er Jesús Kristur, enda fæst hún
við niðurstöðurnar í guðfræðinni. Kristin trúfræði hefur að
geyma heildarmynd þeirrar heimsskoðunar, sem Kristur hefur
gefið. En hún tekur fult tillit til heimsmyndar vísindanna oQ
lætur í engu skorta fullkomna viðurkenningu á hugrnyndum
samtíðarinnar.
Krisfileg siðfræði, sem R. E. Kv. nefnir »orða!eiki og hugar-
glingur«, fæst við hina kristnu lífsskoðun. Það er enn sem
fyrri ]esús Kristur, sem alt er miðað við. Hann er lífshuð'
sjónin, og alt, sem ekki styður þá lífshugsjón, fellur fyrir ofur-
borð. Hjá honum er leitað svars við því, hvað sé rétt oS
hvað sé rangt, hver sé tilgangur lifsins og hvað beri að 3era
til þess að ná þeim tilgangi. Mér kemur það undarlega fyrlf
sjónir, að R. E. Kv. skuli fara svo óvirðulegum orðum um
einmitt þessa grein guðfræðinnar. En rekst svo á næsta
á þá hneykslunarhellu, að »skólinn hjálpi ekki nárnsrnönnunum
til að átta sig á dómi vitrustu manna síðari tíma um kristnaf
hugsanir«. Hverja R. E. Kv. telur vitrustu menn síðari tíma»
þori ég vitanlega ekki að staðhæfa neitt um. En þar sem
hann rétt í þessu leiðir Nietzche fram á sjónarsviðið, má e
til vill geta sér þess til, hverjir þeir eru þessir »vitrustu menn4-
En til þess að hugga R. E. Kv. langar mig að geta þess,
það var einmift í kristilegri siðfræði, sem ég kyntist Nietzche(
hinum vitra manni, og fékk þar löngun til að kynnast honum
meir en af afspurn bókarinnar. Því víkur reyndar svo undar