Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 64
390 SÁL OG SAGA Á ÍSLANDI OG í ARABÍU eimreiðin hina miklu umhugsun um sjálfan sig líka fram í óvenju mikilli viðkvæmni fyrir dómi annara manna, hræðslu við það, sem »fólk« muni segja, er að vorri skoðun gengur mjög úr hófi fram; bæði Arabar hinir fornu og menn sögualdarinnar á ls- landi voru fremur en menn á öðrum öldum þrælar almennings- álitsins — eða þess, sem þeir héldu að væri almenningsálit. Þess vegna sjáum vér á báðum stöðum, að alvarlegar deilur, blóðugar ættaskærur og bardagar milli kynkvísla rísa af mjög lítilfjörlegum tilefnum. Eitthvert munnfleipur eða ógætilegt, særandi orð getur vakið gremju, heift, sem oss er óskiljanleg og virðist næstum því vera fullorðnum mönnum ósamboðin. Hinn móðgaði er svo ákafur að verja virðingu sína, að hann gefur sér sjaldan tíma til að athuga, hver móðgandinn er, eða meta, hvort hann í rauninni getur móðgað. Hið spaklega tyrkneska máltæki: »Hundurinn geltir, lestin fer fram hjá« hrín ekki hið minsta á Aröbum eyðimerkurinnar eða íslend- ingum á söguöldinni. Þess vegna verður líka sú raunin á, að flimið — eða níðvísan — fær svo örlagaríkar afleiðingar; menn yrkja skammavísur um óvin sinn og vekja þar með langvinnar skærur. Og í þessu efni hittum vér einnig merkilegt samræmi í gáfnafari beggja þjóðanna. Bæði hin forn-arabísku háðkvaeði og hinar íslenzku níðvísur eru einkennilega laus við fyndm og sérstaklega kímni. Þar kemur fram runa af fúkyrðum og öfgum, en er ekki beitt kímni, sem er beittasta vopn hins sanna háðkvæðis; að segja um mann, að hann sé svíðingur, eða að móðir hans sé kúfuvaxin kerling, það er eftir forn- arabískum hugmyndum napurt háð, jafnvel þó að það sé fjarri sanni, og eitthvað alveg álíka finnum vér oft í íslenzkum níðvísum; þar er oft hrúgað saman verstu fúkyrðum, sem slöngvað er beint framan í andstæðinginn. Þessi afarfrumstæða tegund flimsins er í samanburði við fyndni og kímni eins og skammir í samanburði við andríki. Að bæði Arabar eyðimerkurinnar og íslendingar eiga ekkert af sannri kímni, kemur ef til vill að nokkru leyti af því, a^ báðir fara svo afarhátíðlega með sjálfa sig; fátækleg lífskjör, mjög takmörkuð andleg útsýn, hafa átt sinn þált í því a^ svifta þá hinum þarfa, smækkandi mælikvarða kímninnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.