Eimreiðin - 01.10.1934, Page 66
392
SÁL OG SAGA Á ÍSLANDI OG í ARABÍU eimreiðiN
allir aðrir þurfi endilega að vita um hana. Vér látum oss
lynda þessa frekju, sem stundum verður nálega blygðunar-
laus, ef hún kemur fram í fögru formi, og af því að vér í
orðaflaumi skáldsins finnum stundum aftur það, sem bærzt
hefur einnig í sálum vorum.
Bæði Arabar eyðimerkurinnar og íslendingar á söguöld-
inni voru ekki Iitlum gáfum gæddir, og skáldskapur þeirra
varð því einkennilegur og auðugur. En með því að þær til-
finningar, sem voru aðalefni kvæðanna, voru í sjálfu sér
fremur einfaldar og alt af hinar sömu, varð afleiðingin sú,
að arabísku og íslenzku skáldin, sem þar á ofan voru lukt í
þröngum, andlegum sjóndeildarhring, urðu að endurtaka sig-
Löngun hvers skálds til að beina athyglinni einmitt að þvL
sem það hafði fram að færa, leiddi þá eðlilega til þess, að
það reyndi að skara fram úr í forminu; þegar sjálfar hugsan-
irnar eru alt af hinar sömu, verður ástæða til að leggja meiri
áherzlu á framsetninguna.
Bæði hinn fornarabíski og hinn forníslenzki kveðskapur
varð því mjög íburðarmikill. í sjálfu forminu var um svo margt
að velja, að leiðir skáldskaparins með þessum tveimur þjóðum
lágu í mjög sundurleitar áttir. Arabar Iögðu sérstaklega
áherzlu á það að móta hverja hugsun fyrir sig, að setja fram
einstakar náttúruathuganir, og er það oft furðulega vel og
skarplega gert; en oft verður misbrestur á samhengi einstakra
atriða kvæðisins. Islendingar eru andlengri í kvæðum sínum
og ræða þeirra ekki eins slitrótt; þeir reyna að halda ákveðn-
um tón og blæ kvæðið á enda. En sameiginlegt báðum "
og það er einmitt í þessu sambandi athyglisvert — er það.
að menn af ásettu ráði reyna að fjarlægjast sem mest óbundið
mál daglega lífsins. Þetta kemur ekki hvað sízt fram í orðavah
og líkingamáli; bæði arabísku og íslenzku skáldin hafa í þessU
efni oft hætt sér langt, svo langt, að þeir að vorum smekk
hafa farið út fyrir takmörk fegurðarinnar. Það er einkenni
líkinga í ara'bískum kveðskap, að samlíkingin á oftast aðeins
við einstakt atriði, en fagurfræðingar Norðurálfunnar heimta
víðtækari samsvaran og fylgja þar fordæmi fornbókmentanna.
í íslenzkum kveðskap eru það einkum hinar svonefndu kenn-
ingar, er oft virðast bera svip af ofraun og heilabrotum-