Eimreiðin - 01.01.1935, Side 76
TRÚIN A HAMAR OG SIGÐ
EIM11EI»>S
'G4
helgiritum Karls Marx fundu þeir lausnir þeirrar gátu, sein
hafði hiiið í blóði kvnstofns þeirra frá fyrstu tínium, og vonii'
um að uppfyllast myndi hinn heilagi draumur Júðans. Leiðin
var bylting öreiganna.
Trúin á uppfylling draumsins skapaði þeim frelsi gagn-
vart þeim heimi, sem hafði fætt þá, svo þeir höfðu efni á að
hata hann og njóta einskis í honum. Fyrir merki hainars
og sigðar skyldu riki hrynja og annað skapast — þúsund'
áraríkið.
Þetta merki er tákn vngstu trúarbragða mannkvnsins og
hlaktir í rauðum feldi yfir trúaðri fylkéngu manna, sem en<
þess albúnir að vinna því með hnúum og hnefum lönd og álf'
ur. í hatrinu til alls þess, sem er, hlera þeir hjörtu hver anii'
ars. A tungu þeirra liggja utanaðlærðar setningar úr helgirituTn
hreyfingarinnar, og vei þeim félaga, sem hreyfir gagnrýni ;l
þær. Skilyrðislaust er hann lýstur í hann sem vingltrúarmað'
ur og eltur úr hópnum, nema hann iðrist. Um hjákátlegustu
atriði deila þeir innbvrðis, sem vekja álíka hlátur og deik'
fornrar skólaspeki um hvort mús, sem æti oblátu, hlyti vist
i himnariki. í trúarofstæki ofsækja þeir alla, sem standa geg'1
lifsskoðun þeirra, heita þar sem þeir koma því við ritskoðu11
og hugsanakúgun, sem helzt minnir á svartasta tímabil
kaþólskrar kirkju.
V.
Að heimsstriði loknu er sagt að ýmsir hafi gengið af mólma’1-'
•endatrú og leitað á náðir kaþólskrar kirkju. Þjakaðir á sál oí?
líkama og vegalausir eftirskildir í ofviðri prótestantiskrar gag11'
rýni gáfu þeir með öllu upp að geta sjálfir ráðið eigin lífsgátu-
Þeir höfðu starað sig þreytta framan í ásjónu Sfinxins —- og
flúið. Við brjóst Mariu guðsmóður er gott þreyttum að sota
Talið er einnig að amerískum auðmðnnum þyki það einföld
leið, til þess að þurfa ekki sjálfir að annast viðskiptin milb
samvizku sinnar og guðs almáttugs, að stinga nokkrum doll'
uruin að kaþólskum presti og láta hann jafna reikningim1-
Þannig er í ótal myndum stolist frá vandamálum í siðferði og
trú. Svefn og værð kosin i stað mannrænnar baráttu fyrir að:>l
•og andlegleik.