Eimreiðin - 01.10.1943, Side 32
304
FIiÆFLUTNINGAIl
bimubiðin
ar tegundir t. d. verið fluttar til Englands og tilraunir með
ræktun á þeim staðið yfir í Kew-jurtagörðunum í London.
Á árunum 1931—34 gerðu Rússar út um þrjátíu rannsókn-
arleiðangra til að leita að togleðursrílcum jurtum víðsvegar um
Sovét-ríkin. Árangurinn af þessari leit varð sá, að yfir þúsund
tegundir slíkra jurta voru rannsakaðar og reyndar. Meðal
þeirra, sem bezL reyndust, var jurtin „kok-sághyz“ af körfu-
blómaættinni, og það er hún, sem l'lutt hefur verið lil London
og gróðursett í tilraunareitum Konunglegu grasafræðigarðanna
í Kew. Jurtin fannst fyrst í Tian Shan fjöllunum í lýðveldinu
Kazakstan í Mið-Asíu, nálægt kinversku landamærunum, í 6500
—7500 fæta hæð yfir sjávarmáli. En reynzt hefur auðvelt að
rækta hana við ýmis jarðvegs- og loftlagsskilyrði í Evrópu. Hún
er mjög harðger og lítt móttækileg fyrir jurtasjúkdóma. Sáð
er í raðir með hálfs annars l'ets bili milli hverra tveggja plantna.
„Kok-saghyz“-jurtin er þroskuð orðin eftir eins árs vöxt, og má
þá slrax grafa upp rót hennar, en það er úr rótinni, sem tog-
leðrið fæst. Betri árangur næst þó ineð því að lofa jurtinni að
vaxa í næði tvö til þrjú sumur. Togleðrið úr rótinni verður þá
bæði meira og betra. í héruðunum kringum Moskvu, þar sein
jurt þessi er ræktuð, er talið, að allt að 5 smálestir af rótum
megi fá upp af einum hektara lands. En við vinnslu revnist a'ð
meðaltali um togleðurs í rótumun.
Vegna þeirrar reynslu, sem fengin er af nytsemd „kok-sag-
hyz“-jurtarinnar við togleðursfrámleiðslu, hafa verið gerðar
nokkrar ránnsóknir í Bretlandi á því, hvort ekki sé hægt að fa
togleður úr rótum innlendra jurta af körfublómaættinni. Rann-
sóknir þessar hafa leitt í ljós, að togleður megi vinna úr rótum
innlendra fíflategunda, en svo lítið hefur magnið reynzt í þeim
tegundum, sem rannsakaðar hafa varið lil þessa, að vinnslan
myndi ekki svara kostnaði.
Fróðlegt væri að vita, hvort íslenzkar fíflarætur ættu ekk1
yfir að ráða efni jiessu hinu dýrmæta, sem nú skortir svo til-
finnanlega, á okkar miklu bíla- og bifhjólaöld. Og þá væri ekki
síður fróðlegt að vita, hvort „kok-saghyz“ fífillinn frægi aust-
an úr Kazakstan í Mið-Asiu gæti þrifizt hér á landi og orðið
útbreidd og arðvænleg nytjajurt.
Sv. S.