Eimreiðin - 01.10.1943, Page 34
Elt STYRKJASTEI'NAN TIL FRAMBÚÐAR?
EIMHEIBIN'
30(5
eigi neitað, að þjóðnýting framleiðslutækjanna er ein leið af
fleirum, sem lil greina korna til þess að ráða bót á atvinnu-
leysi og öðru böli, sem hagsveiflur valda.
Sú skoðun hefur þó rutt sér allmikið til rúms undanfarið,
að lausn vandamálanna á sviði atvinnu- og viðskiptalífs sé að
likindum í því fólgin, að byggja skuli upp nýtt hagkerfi, sem
sé eins konar millistig milli hins ,,kapitalistiska“ hagkerfis,.
sem grundvallast á einkaeignarrétti á framleiðslutækjunum, og
hagkerfis þjóðnýtingarstéfnunnar.
í fra.mkvæmdinni hefur þetta víðast orðið þannig, að fram-
leiðslutækin eru áfram í eign einstaklinga, en ríkið tekur að
sér að hera áhættu atvinnurekstursins, með þvi að styrkja þær
atvinnugreinar, sem ekki geta borið sig fjárhagslega, með hein-
uin eða óbeiimm framlöguin. Hafa þær röksemdir verið færðar
í'ram lil stuðnings þessari stefnu, að ríkinu beri að tryggji*
framleiðendum framleiðslukostnað, þannig að öruggt sé, að
framleiðsla þeirra þurfi ekki að stöðvast eða dragast sanian
vegna þess, að hún heri sig ekki fjárhagslega, eða sé ekki fæv
um að keppa við aðrar atvinnugreinar um vinnuafl það og
fjármagn, sein nauðsynlegt er til þess að hún megi verða starf-
rækt.
Þó að skoðun jiessi kunni í fljótu hragði að virðast réttmæt
frá sjónarmiði hinna ýmsu framleiðenda, hlýtur það þó að haf'1
hinar varhugaverðustu afleiðingar l'yrir þjóðarbúskapinn 1
heild, ef gera á það að reglu, að ríkisvaldið skuli tryggja ölluin
framleiðendum framleiðslukostnað.
Þess ber þá fyrst að gæta í þessu sambandi, að opinhern
styrkir eru ekki kallaðir ofan af himnum. Hið opinhera verðm
einhvers staðar að afla sér tekna lil Jiess að standast stramn íd
þeim útgjöldum, sem af styrkveitingunum leiða, og verður 1K'
hækkun skatta eða tolla sú leiðin, sem i flestum tilfellum verð-
ur að fara. Auknar álögur til opinberra þarfa hljóta fyrst
fremst að lenda á þeim atvinnurekstri, sem á góðri fjárhags-
afkomu að fagna, eða m. ö. o. gefur góðan arð. Hin arðbæiu
framleiðsla verður þannig að halda hinni óarðbæru framleiðslu
uppi.
Nú kann einhver að svara þessu þannig, að ágóðinn sé ek
réttur mælikvarði á þjóðfélagslega nytsemi framleiðslunn.u ■