Eimreiðin - 01.10.1943, Side 36
30 S
EIl STYRKJASTEFNAN TIL FRAMBÚÐAR?
EIMKEIDtN
kringumstæðiun, að einstakir atvinnuvegir séu styrktir með op-
inberum framlögum. Ef einhver atvinnuvegur á t. d. við örðug-
leika að stríða, sein gild ástæða er til að ætla, að aðeins eigi
sér stað um stundarsakir, getur það verið þjóðarbúinu ávinn-
ingur, að honum sé með opinberum framlögum hjálpað lil þess
að komast yfir þessa örðugleika. Þannig má t. d. verja opin-
ber framlög í því skyni að gera landbúnað og sjávarútveg sani-
keppnisfæran, hvað kaupgreiðslur snertir, við setuliðsfram-
kvæmdir og þess háttar vinnu, sem víst er um, að ekki getur
orðið til frámbúðar. Slikar ráðstafanir verða þó í hvert skipti
að skoðast sem bráðabirgðaúrræði, og ber að gjalda varhuga
við því, að sú skoðun festi rætur, að hinu opinbera beri sið-
ferðileg skylda til þess að tryggja alla atvinnuvegi gegn tap-
rekstri. Allar framfarir í atvinnulifinu, sem orðið liafa í hinu
„kapítalistiska“ hagkerfi, hafa einmitt rutt sér til rúms með
því inóti, að sú framleiðsla, sem starfað hefur nieð úreltum að-
ferðum, hefur ekki getað borið sig og því dregizt saman eða
lagzt niður. Grundvallarskilyrðið fyrir því, að um heilbrigðan
atvinnurekstur frá hagrænu sjónarmiði sé að ræða, hlýtur þvl
að verða það, að hann geli borið sig fjárliagslega án stuðnings
annars staðar frá.
Nú kann einhver að segja sem svo, að þetta kunni að vísu að
vera rétt í aðalatriðum, en eins og högum sumra íslenzkra at-
vinnuvega sé nú lcoinið, séu engar líkur á, að þeir geti borið sig
í náinni framtíð án meiri eða minni opinbers stuðnings vegna
þeirrar hækkunar kaupgjalds og annars framleiðslukoslnaðar,
sem átt hafi sér stað af völdum styrjaldarinnar og verðbólg'
unnar. Að því leyti sem það kann að vera rétthermi, væri bein
launalækkun óefað launþegunuin meira í hag en styrkveiting'
arnar, þar eð þyngri og þyngri skattaálögur hljóta að veru-
legu leyti að koma niður á þeim.
Hér hefur af ásettu ráði verið sneitt hjá því að nefna el!1'
stök dæmi um styrkveitingar til einstakra atvinnuvega, se!l1
telja megi óheilbrigða fjármálaráðstöfun. Hins vegar skal tekiö
fram, að jiað skiptir ekki verulegu máli, lil hvaða atvinnuveg"1
styrkirnir eru veittir, hvort um er að ræða landbúnað, sjáva1
útveg, iðnað eða annað. Það skiptir heldur ekki máli, í hvaðu
formi styrkirnir eru veittir, hvort um er að ræða bein framlúo