Eimreiðin - 01.10.1943, Síða 44
316
FÁGÆTAR ÍSLENZKAR BÆKUR
EI.M RKIÐIN’
að koma rímunum gömlu fyrir kattarnef „og uppræta amors
og brunavísur“, eins og hann kemst að orði. Voru þá og síðar
rimur út af kappasögnum mjög á tungum manna og gengu
á milli í handritum. Styttu þær mörgum stundir á kvöldvök-
um, ef vel kveðnar voru, og æfðu áheyrendur mjög við skiln-
ing kenninga þeirra, sem í rímum voru. Virðast rímurnar
ekki hafa orðið fyrir miklum hnekki vegna útgáfu vísnabók-
arinnar. Merkasta bókin, sem út kom á þessu tímabili, voru
Passíusálmar HalIgTíms Péturssonar. Voru þeir prentaðir a
Hólum 1666. Hafa flestir talið þeim gerða óvirðingu og merki
j)ess, að ekki hafi í byrjun ]>ótt mikið til þeirra koma, að 7
sálmar eftir séra Guðmund Erlendsson á Felli voru prentaðir
framan við hina fyrstu útgáfu þeirra. Slíkt þarf engan veginn
að vera. Heldur var liitt, að útgefanda hefur jiótt vel við eiga
að hafa píningarsöguna í einni heild fyrst, en j>að var hún
í sálmum séra Guðmundar. Titill 1. útgáfu bókarinnar ber
j)ess líka vitni. Hann er: „Historia Pijnunnar og Daudans
Drottins vors Jesu Christi. Eptir Textans einfalldre Hlijodan,
j sjö Psalmum yferfaren, Af S. Guðmunde Erlends Syne. Enn
af S. Hallgrijme Peturs Syne, Stuttlega og einfalldlega vtþydd,
med sijnum sierlegustu Lærdoms greinum, I fimmtiju Psalm-
vijsum, Gude Eilijfum til Lol's og Dyrdar .... Hoolum, 1666.“
Passíusálmarnir hafa verið langoftast útgefnir allra íslenzkra
bóka. Hafa þeir verið útgefnir meir en 50 sinnum á islenzku,
þegar meðtaldar eru heildarútgáfur í sálmabókum austan hafs
og vestan. Auk j)ess hafa verið prentaðar tvær þýðingar j)eirra
á latínu, enn l'remur hafa þeir verið þýddir og prentaðir a
dönsku, ensku og kínversku.
Eg hef nú gelið flestra hinna helztu íslenzkra bóka 16. og 17-
aldar. Landsbókasafnið á þær bækur nær allar og yfirleilt
flestallar bækur íslenzkar, eða eftir íslenzka höfunda, sein
komið hafa út á j>ví tímabili og tvö eða fleiri eintök af mörg-
um þeirra. Lítið mun vera um, að amtsbókasöfnin eigi svo
gamlar bækur. Fáeinar ])essara gömlu bóka eru í háskóla-
bókasafni voru (Benediktssafni aðallega). Einstaklingai'
nokkrir eiga bók og bók frá þessum tíma. Má það vel vera, að
enn leynist töluvert slíkra bóka hjá mönnum úti á landi og
hér í Reykjavík. Eru ýmsir, sem reynt hafa að safna þeim,