Eimreiðin - 01.10.1943, Page 47
EIMREÍÐIX
VARÐMAÐUR
Sjó. andlit storkin dökkum dreyra
og dauðaglott á bleikum ná.
Ó, horfnu stundir! fleira, fleira
af feiknum yðar dvelst mér hjá.
Hér ríkir nótt, en hærra, hærra
berst. hróp, er skapar mannleg nevð.
Er heimi ei búið hlutverk stærra
en heljardans um villuskeið?
Hvort hafa mannleg hlinda og blekking
svo bvrgt hið gullna himinhvel?
Hvað stoðar vélavit og þekking,
ef vantar frið og bróðurþel?
Ó, föðurland! Á fjarrum slóðum
ég finn, hve heitt ég sakna þín!
Ég unni sögu, söng og ljóðum
og sveif um draumalöndin mín.
En þó — er heyrði ég heróp kalla
hvern hraustan svein á vopnafund,
þá kvaddi’ ég vini og ættmenn alla
í einum svip, á reynslustund.
Með sextán ára yndisþokka
þú, Anna frænka, komst til mín.
Ég strauk um þína ljósu lokka
og leit í bláu augun þín.
Hver þröstur seiddi söngva klökka,
en svalur blærinn grét við lund.
Og bæði sæla og sorgin dökka,
þær sátu okkar hinzta fund.
1519