Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 59
EIJinEIÐIN
í ROFUM
331
í brosum þeirra dansar kvikur ástanna hyr,
— og íslenzkur er himinn þeirra enn í þetta sinn,
og enn þá sami bláminn og stjörnurnar sem fyr. —
Sé anda liðna tímans skapað sýningarsvið,
þá sést hann þar á ferli við önn og daglegt starf;
hann veit hann lagði grunnsteinana niður hlið við hlið
í hleðslur til að varðveita hinn dýrasta arf;
að skýla um þann ættlegg, er yxi fram á ný
við aldamorguns skinið — á hinni nýju jörð,
sem reis úr þokum hafsins og hrannanna gný
og hét að standa um frelsið svo trvggilegan vörð.
— En fátæk reynist sagan um svör á ýmsa lund;
hún segir ekki frá því, hver orsök þessa var,
að bær, sem reis í öndverðu á gróinni grund
°8' geymdi innan veggjanna handbragð fólksins þar,
varð eyðirúst og moldvarp í miðri nytjasveit
hm margra alda skeiðflöt — unz annar tími og nýr
með skilningi og tækni þar fyrnskufjötur sleit
°g fann þar — nokkur spor eftir gamalt ævintýr. .
ljóðmál flytja steinarnir frá kyni til kyns;
það kemur upp úr rofunum og hljómar ferskt og nýtf
sem niðurinn frá laufgreinum hins norræna hlyns,
það nýtur sín þar vel, sem sópað er og prýtt —
Um langeldanna hlóðir í haustsins rökkurkyrrð
lmð hrynur eins og kliður frá djörfum strengjaleik,
sem útþrá mannsins raddsetti í árþúsunda firð
E1 íslands með hin grænu vor og haustin sinubleik. —
Halldór Helgason.