Eimreiðin - 01.10.1943, Page 60
EIMl’KIÐIN
Fórnir og fórnarsiðir.
i.
Fátt hefur hreytt hugmyndum manna um trúarbrögðin
meira en hin sögulega gagnrýni. Trúar- og helgivenjur krist-
indómsins, sem lengi voru taldar einstæðar fyrir hann, hal'a
menn mi rakið til eldri trúarbragða og fundið samskonar
siði og triiaratriði í hinum ýmsu trúarbrögðum, sem svo nni
rekja til frumhvata, sameiginlegra fyrir allt mannkyn.
Eins og landfræðingurinn getur, með því að ferðast upp
eftir Himalaja, rakið öll liin ólíku stig í jurta- og dýralííi
jarðar, frá miðjarðarlínu til heimskautanna, eins getur þjóða-
fræðingurinn, með því að kynna sér siðu og háttu hinna ýnisu
þjóðflokka nútímans, rakið þróunarferil mannkynsins og
fundið liliðstæða menningu milli nútíðarvillimannsins og
frumbyggja jarðar, milli menningarþjóða nútímans og menn-
ingarþjóða fornaldar. Þjóðafræðin (Etnológian) er sú visinda-
grein, sem vér eigum einna mest að þakka þann skilning, seni
vér höfum öðlazt á uppruna trúarbragðanna, eins og reyndar
á uppruna mannkynsins yfir höfuð. Þjóðafræðin er þá líl<:l
einhver sú hugðnæmasta vísindagrein, sem til er. Hún fjallai'
ekki aðeins um andlegt, siðferðilegt og líkamlegt ásigkoxnu-
lag hinna ýmsu kynflokka jarðar, heldur einnig' um skyld-
leika þeirra hvern við annan í siðum, trú, listum, vísindum,
atvinnuvegum og í öllum lifnaðarháttum.
Náskyld þjóðafræðinni, eða jafnvel einn þáttur hennar, 01
samanburðarguðfræðin. Árið 185(5 kom ÚL bók eftir
Miiller, prófessor i Oxford, um samanburð á goðsögnum,
með þeirri bók var hrundið af stað rannsóknum í þessaii
grein. Samanburðarguðfræðin er því tiltöfulega ný fræðigrem-
En síðan farið var að leggja stund á hana, hefur skilningm
manna á gildi annarra trúarbragða aukizt mikið. Fynr s'°
sem hundrað árum skiptu fræðimenn Norðurálfunnar truax
brögðunum yfirleitt aðeins í tvennt: kristindóm og vilhitm-
En menn eru fyrir löngu horfnir frá þessari skiptingu. Sam