Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1943, Page 73

Eimreiðin - 01.10.1943, Page 73
EIMHEIOIN LÁGMARKSKRAFAN TIL LÍFSINS 345 allt var þetta ósköp meinlaust. En stúlkurnar voru óaðskilj- anlegar um sólheit sumarkvöld laugardaganna og nutu hvild- arinnar eftir erfiði vikunnar á værðarkenndum slæpingi. Löng' samvera hafði ekki deyft vináttuna, heldur miklu fremur styrlct hana. Þær voru líkar, að vísu ekki að andlitssvip heldur í fram- göngu og fasi, hreyfingum, klæðahurði og tilhaldssemi. Anna °g Magga gerðu allt það, sem ekki er ætlazt til að ungar skrif- stofustúlkur geri. Þær máluðu á sér varirnar og neglurnar, dekktu á sér augnahárin og ljóslituðu höfuðhárið, og af þeira tagði lokkandi ihn. Þær klæddust þunnum ljósum kjólum, að- skornum um mitti og brjóst, en stuttu.m, og þær gengu á fóðr- Rðum haglega reimuðum ilskóm. Þær vöktu greinilega aðdáun, þar sem þær strunsuðu þarna eftir Finnntu götu, svo að kjólfaldarnir þyrluðust fyrir volgri golunni. Ungir menn, sem stóðu makráðir í hópum hér og þar V|ð blaðsöluborð, skotruðu til þeirra augum, tautuðu, ráku llPP aðdáunaróp — jafnvel blístruðu, sem er hámark athygl- nniar — en Anna og Magga héldu sitt strik án þess að láta sér iatast eða falla í freistni, reigðu sig aðeins lítið eitt meira en a®ur, stigu stéttina með enn meiri myndugleik, ei'ns og þar færu sigurvegarar, troðandi höfuð búandkarla og bandingja undir fótum. Á hverju síðdegi, sein ekki var unnið, gengu stúlkurnar sér U1 skennntunar á Fimmtu götu, því þar var fullkomnasta sviðið 'yrir þeirra uppáhaldsleik. Vel mátti að vísu leika hann hvar sein var, enda var það gert, en stóru búðargluggarnir á Fimmtu golu verkuðu á þær eins og töfrasproti, svo að þar náði leik- gáfan liámarki. Það var Anna, sem hafði fundið upp leikinn, eða öllu heldur endurbætt hann, því í grundvallaratriðum var hann ekki annað e'1 gamla hugarþrautin: Hvað-myndirðu-gera-ef-þú-ættir-millj- °n-dollara? En Anna halði gert þrautina þyngri, sett henni nkveðnar reglur, skerpt hana og skipulagt. Hún vissi sem var, ‘ið eins og allir leikir varð þessi því meira töfrandi sem hann ^ai’ gerður erfiðari úrlausnar. Utgáfa Önnu var á þessa leið: Þú verður að imynda þér, að einhver arfleiði þig að einni milljón dollara, hvorki meira né
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.