Eimreiðin - 01.10.1943, Page 73
EIMHEIOIN
LÁGMARKSKRAFAN TIL LÍFSINS
345
allt var þetta ósköp meinlaust. En stúlkurnar voru óaðskilj-
anlegar um sólheit sumarkvöld laugardaganna og nutu hvild-
arinnar eftir erfiði vikunnar á værðarkenndum slæpingi. Löng'
samvera hafði ekki deyft vináttuna, heldur miklu fremur styrlct
hana.
Þær voru líkar, að vísu ekki að andlitssvip heldur í fram-
göngu og fasi, hreyfingum, klæðahurði og tilhaldssemi. Anna
°g Magga gerðu allt það, sem ekki er ætlazt til að ungar skrif-
stofustúlkur geri. Þær máluðu á sér varirnar og neglurnar,
dekktu á sér augnahárin og ljóslituðu höfuðhárið, og af þeira
tagði lokkandi ihn. Þær klæddust þunnum ljósum kjólum, að-
skornum um mitti og brjóst, en stuttu.m, og þær gengu á fóðr-
Rðum haglega reimuðum ilskóm.
Þær vöktu greinilega aðdáun, þar sem þær strunsuðu þarna
eftir Finnntu götu, svo að kjólfaldarnir þyrluðust fyrir volgri
golunni. Ungir menn, sem stóðu makráðir í hópum hér og þar
V|ð blaðsöluborð, skotruðu til þeirra augum, tautuðu, ráku
llPP aðdáunaróp — jafnvel blístruðu, sem er hámark athygl-
nniar — en Anna og Magga héldu sitt strik án þess að láta sér
iatast eða falla í freistni, reigðu sig aðeins lítið eitt meira en
a®ur, stigu stéttina með enn meiri myndugleik, ei'ns og þar færu
sigurvegarar, troðandi höfuð búandkarla og bandingja undir
fótum.
Á hverju síðdegi, sein ekki var unnið, gengu stúlkurnar sér
U1 skennntunar á Fimmtu götu, því þar var fullkomnasta sviðið
'yrir þeirra uppáhaldsleik. Vel mátti að vísu leika hann hvar
sein var, enda var það gert, en stóru búðargluggarnir á Fimmtu
golu verkuðu á þær eins og töfrasproti, svo að þar náði leik-
gáfan liámarki.
Það var Anna, sem hafði fundið upp leikinn, eða öllu heldur
endurbætt hann, því í grundvallaratriðum var hann ekki annað
e'1 gamla hugarþrautin: Hvað-myndirðu-gera-ef-þú-ættir-millj-
°n-dollara? En Anna halði gert þrautina þyngri, sett henni
nkveðnar reglur, skerpt hana og skipulagt. Hún vissi sem var,
‘ið eins og allir leikir varð þessi því meira töfrandi sem hann
^ai’ gerður erfiðari úrlausnar.
Utgáfa Önnu var á þessa leið: Þú verður að imynda þér, að
einhver arfleiði þig að einni milljón dollara, hvorki meira né