Eimreiðin - 01.04.1947, Qupperneq 10
82
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐI^
Enn er enginn fri'ður saminn við hina sigruðu Þjóðverja —
og sigurvegararnir eiga sem stendur í miklum erfiðleikuffl
með að semja frið sín á milli. Það hlutverk biður nú þeirrai'
stofnunar, sem 26. þ. m. hélt hátíðlegt tveggja ára afvueh
sitt, að sameina andstæður austurs og vesturs. FarsælleQ
framkvæmd þess hlutverks er prófsteinninn á tilverurétt
Sameinuðu þjóðanna.
DAPURLEGIR DAGAR.
Lamandi hönd athafnaleysis hefur valdið óhugnanlegt’1
grafarkyrrð undanfarnar vikur í höfuðborg hins íslenzka
lýðveldis. Verkfall hefur varpað skugga á sólbjarta daga —
og nætur — hér við sundin blá. Við höfnina, þar sem áðu>'
var ys og þys, liggja nú vömir í tugtonnatali, sem ekki fást
hreyfðar, skip við bryggjur og bátar i vörum. Úti á ytn
höfninni liggja, meðal annarra skipa, hin.stóru leiguskip
Eimskipafélags íslands og fá enga afgreiðslu, en félagið
greiðir háar upphæðir dag hvern, í dýrmætum erlendnvi
gjaldeyri, fyrir hvert skip, þar sem þau liggja þarna að-
gerðarlaus.
Á sama tíma og þessu fer fram, lætur síldin sjá sína
silfruðu ugga og boðar komu sína á sumarmiðin. Þjóðar-
búskapur vor er nú undir því kominn, fremur öllu öðru<
livernig til tekst um veiði þessa dýrmæta nytjafisks. Vonin
í þeirri veiði er seld fyrirfram erlendum viðskip taþjóðun'1 ■
HáXmstráið, sem hagur vor hangir á, er vinnan að þessar>
framleiðslu, þrotlaus vinnan, þenna örstutta útgerðartínia,
sem síldin lætur sjá sig og fanga. En tvöföld hætta steðja>’
að: annarsvegar ný dýrtíðaralda, með enn liækkandi vísi'
tölu, hinsvegar alger stöðvun með verkfalli.
Þannig var umhorfs innanlands á afmælisdegi frelsiS'
hetjunnar Jóns Sigurðssonar, hinum hundrað þrítugasta oí1
sjötta og þriðju árshátíð íslenzka lýðveldisins — og svo o>'
enn. Út á við er þjóðin þannig á vegi stödd, að erlendur gjald-
eyrir er til þurrðar genginn. Inn á við ógnar verðbólgaV
með þeim afleiðingum, að afurðir vorar verða ekki seldai'
út fyrir það verð, sem fyrir þær þarf að fást, til þess oð