Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Side 57

Eimreiðin - 01.04.1947, Side 57
BIMEEIEIN GAMLA STOFAN 129 skjóta, svo að blessuð fjöllin sárkenndu til. Það var ekki fallega ííert af þeim. Svo var mynd af svissnesku fjallaþorpi, og rann silfurtær bergvatnsá í gegnum það. Yfir ána var steinbrú, boga- mynduð. Við amian brúarsporðinn stóðu piltur og stúlka, sem efJ kallaði Jón og Gunnu; — ég var eins sannfærð um það þá, að þau liétu það, eins og ég veit það nú, að þau hétu það ekki. Hamingjan má vita, livernig ég vissi það, en ég vissi svo margt skrítið í þá daga. Mynd þessi var dásamlega fögur, og var eins °fl bún stækkaði og lyfti sér út fyrir takmörk umgerðarinnar, ef lengi var liorft á liana. Þriðja myndin var af Vesuvíusi, borginni Áapoli og Napoliflóanum; einnig var mynd þessi mjög fögur, og liorfði ég oft á hana í óttablandinni lotnmgu, því einhver hafði Haett mig á því, að þarna væri helvíti undir — það hafði Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal sagt, —- en Gröndal var mikill maður (hann liafði skrifað Brúðardraugssöguna, það sagði amma mér) °g sagði aldrei ósatt! Ég sá líka sjálf, að rauk upp úr fjallinu, °fí þurfti þá framar vitna við? Fjórða myndin var af stöllunum Hmm: Á neðsta stalli stóð keisari (myndin var þýzk). Hann var 1 skósíðri, gullofinni skikkju, bryddri dýrindis loðskinnum. Hann hafði demantskórónu á höfði, en í hægri liendi hélt hann á veldissprota úr gulli, en ríkiseplið liafði hann í vinstri handar- hrika. Hann sagði: „Ég ræð yfir ykkur öllum“. Á næsta stalli stóð prestur, skrýddur hempu og kraga. Hann sagði: „Ég bið fvrir ykkur öllum“. Á liæsta stallinum stóð bermaðurinn með sverðið sitt. Hann sagði: „Ég berst fyrir ykkur alla“. En á næsta stalli fyrir neðan stóð betlari, sem liafði misst annan fótinn og gekk á tréfæti. Hann sagði: „Ég betla af ykkur öllum“. En á Hæsta stallinum til liægri bandar stóð bóndi, látlaus og virðu- ^egur. Hann sagði: „Ég vinn fyrir ykkur öllum“. — Þegar gamla stofan var rifin, löngu seinna, voru þessar myndir fluttar inn í 8vefnlierbergi, þar sem ég lá, og styttu þær mér marga rauna- stmid, en mestrar umhugsunar olli myndin af stöllunum fimm. ^ ar þetta ekki svona í raun og veru? Hermennskan hreykti sér llæst, en á eftir lienni kom armóðurinn á tréfæti, og svo blessaður hóndinn. Gat hann ekki með sanni sagt: „Ég vinn fyrir ykkur °llum“, því: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel“. ætla aðeins að rekja örfáar endurminniugar, sem ég á frá 9

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.