Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Side 64

Eimreiðin - 01.04.1947, Side 64
136 RÆÐA HERPRESTSINS EIMREIÐIN mér nú rannar ekki á óvart, heldur liitt, að ég skyldi finna einnig hann á þessum stað. „Sæll og blessaður, Natlianiel minn!“ sagði ég. „Hér hafa orð'ið mikil og góð umskipti á skömmum tíma. En hvers vegna ertu ekki glaður, eins og allir aðrir? Líður þér ekki vel?“ „Ekki get ég sagt að mér líði neitt illa. En J)ó hjósl ég nú varla við að lenda hérna, eftir þau afskipti, sem ég hef liaft af málefnum guðsríkis!“ Mér hefur aldrei verið vel við Mr. Natlianiel, en nú lá við að ég klökknaði, er hann sýndi slíka auðmýkt. Ég klappaði lionum á öxlina og mælti: „Þú liefur auðvitað oft haft á röngu að standa, Nathaniel minn, og gott er, að þér hefur nú loks skilizt það sjálfum. En alvara og góður vilji munu liafa legið á bak við starf þitt. Það hefur drottinn metið, og þess vegna ertu nú, þrátt fvrir allt, kominn til Himnaríkis“. Þá leit Mr. Nathaniel á mig, og í fyrsta sinn, í allri okkar kynningu, sá ég bregða fyrir brosi um varir lians. „Himnaríki?“ át hann eftir mér. „Ojæja, karlinn, hélztu, að við værum komnir þangaS!“ Presturinn Jiagnaði andartak og hugsaði sig um. Hann var alvarlegur á svip, en augu lians leiftruðu. „Þess var getið“, hélt hann áfram, „að stríðið hefði tekið frá okkur öryggi lífsins. En til þess þurfti ekki stríð, því það er ekkert öryggi að finna í þessum lieimi, utan það, er við megnun) að skapa í okkar eigin sálum. Eins er enga raunverulega gleði að finna, nema þá, sein blómgast einnig þar. En hvort tveggja, öryggið og gleðin, eru ávöxtur af sambandi okkar við krafta, sem eru okkur æðri. Á liinn bóginn eru einnig til lægri kraftar, sem virðast eiga í sífelldu stríði við hina æðri um J)róun andans. Við vitum ekki, livort þessi barátta eru raunveruleg átök milli fjandsamlegra aðila, eða óhjákvæmilegur J)áttur í sjálfri sköj)- uninni, en hún mótar og gegnsýrir allt J)að líf, er við þekkjum- Hún er braut og saga mannkynsins liér á jörð. Þess vegna verðum við að taka afstöðu með öðrum livorum aðilanum, og þar er ekkerl hlutleysi mögulegt! — Annars vegar er hin skapandi ástúð, er leitar hamingjunnar í J)ví að gleðja aðra; hins vegar lillitslaus sjálfsmettun,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.