Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Side 75

Eimreiðin - 01.04.1947, Side 75
EIMREIÐIN Leiklisiin. Leikfélag Reykjavíkur: Bærinn okkar. — Ærsladraugurinn. — Alfafell. Leikkvöld Steingerðar Guðmundsdóttur. Einkunnarseðill vetrarins. Lítið fór fyrir íslenzku leikrit- unum á liðnu leikári. Þau eru ekki í handraðanum hjá Leikfé- 'agi Reykjavíkur. Neðan af kistu- botni voru sótt þrjú sýnishorn kóðra íslenzkra leikrita til minn- ingar um hálfrar aldar starf, og 1-étt i lok leikársins var tekinn td sýningar fyrir börn snotur, lít- iL sjónleikur eftir skáldið Óskar Ljartansson, þetta var allt og sumt. Hins vegar fengum við að s.iá þrjá engilsaxneska leiki, einn frá Englahdi, tvo frá Bandaríkj- unum. Fjarri sé mér að gera lítið ur engilsaxneskum leikritum, en er þetta ekki einum of mikið, er þetta að gæta hagsmuna íslenzkr- ar leikmenntar? A eftir afburðagóðum gaman- leik O’Neills: Ég man jtá tíð, kom sjónleikur eftir samlanda hans, Thornton Wilder, Bærinn okkar. Leikritið er eins konar fyi'irlestur nieð lifandi sýnishornum úr dag- lega lífinu í amerískum smábæ, en mn í lestuiinn skotið borgara- 'egum athugasemdum um eilífðar- niálin: Einhvers konar tilraun til aó lýsa homo sapiens eftir ein- ennum hjá staðbundinni tegund, L’masettri um og eftir siðustu a'damót. Eftir öllum sólarmerkj- um hefur tilraunin tekizt annars- staðar, en hér fór hún fyrir ofan garð og neðan, m. a. vegna þess, að bærinn okkar heitir Reykjavík, en ekki Grovers Corners. Ef til vill hefðu hinar góðu hliðar leiks- ins notið sín í staðfærðri þýðingu. Eins og hann var sýndur, bar mest á veikari hliðunum, tilfinninga- semi og heldur grunnfærum stól- ræðutón. Afstaða höfundarins til leiksviðsins er einkennileg. Fyrst sparar hann sér að verulegu leyti þá fyrirhöfn að skrifa leikrit, þar sem hann notar skýringargreinir leikstjórans til eyðufyllingar, en síðan sparar hann leikhúsunum því nær alla notkun leiktjalda. Þetta setti heldur en ekki svip á leikinn í Iðnó, þrumulostnir störðu menn á leikkonur þurrka sér um hendurnar á tómu loftinu, þar sem ekkert var handklæðið, og hús- bændur sötra kaffi úr ímynduðum bollum. — Leikendur lögðu sig í framkróka til að gera viðfangs- efninu skil, flestir með ánægju- legum ái-angri, einkum hinir yngri. Mest mæddi á leikstjóranum, Lárusi Pálssyni, þar sem staða hans útheimti, að hann væri allan tímann fyrir augum leikhúsgesta, ýmist með útskýringar sínar eða

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.