Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Síða 76

Eimreiðin - 01.04.1947, Síða 76
148 LEIKLISTIN EIMRETÐIN í smáhlutverkum, og er það enn ein sparnaðarráðstöfun höfundar- ins. Var þetta allt þolanlega af hendi leyst, en varla er leikaranum greiði gerr með því að setja hann í hlutverk, sem hann ber ekki uppi með fullum myndugleika. Ærsladraugurinn er leikrit allt annarrar tegundar en Bærinn okkar. Höfundurinn, Noel Coward, tekur sig ekki út úr „og státar með gullkeðju á maganum og perluhnappa", eins og George Nathan kemst að orði um sam- landa sinn, Thornton Wilder. Hann notar tilfæringar leiksviðsins á hefðbundinn hátt, jafnvígur á farsa, gleðileik og söguleik, gerir persónur sínar að hetjum hvers- dagslífsins (í brezka heimsveld- inu) eða að hreinum skrípum, eft- ir því hvernig liggur á honum. Að þessu sinni fannst honum sam- landar sínir þurfa eitthvað til að hlæja að mitt í ógnum stríðs og loftárása. Efnisvalið lýsir beizkju- blandinni kaldhæðni, sem er rótin í skáldskap Noel Cowards. Lífið er stutt; samt getum vér hlegið að atvikum þess, hvers vegna að setja upp hátíðlegan svip út af fram- haldslífinu? Höfundurinn er að sönnu með engar vangaveltur út af þessu eða þvílíku, og ekki legg- ur hann spurningar fyrir áhorf- endur. Hann brýtur upp á svell- andi gamanleik og lætur sig einu gilda, þó einhver móðgist út af alvöruleysinu. Annars felst engin ádeila í leiknum; bægslagangurinn er stundum það mikill, að hann nálgast skrípaleik, eins og höf- undurinn vilji segja: Takið þið þetta ekki of alvarlega, góðir háls- ar! — Það er miklum vanda bund- ið að þýða leikrit eftir Noel Coward á gott íslenzkt mál; samt hafði Ragnari Jóhannessyni tekizt það verk prýðilega vel, þegar alls er gætt. Haraldur Björnsson var leikstjóri, og var leikstjórn hans örugg að vanda og sem næst óað- finnanleg, frjálsræðis gætt um hreyfingar og tal leikenda og út- búnaður í bezta lagi. Leikendur fóru allir mjög vel með hlutverk sín, en það er annars eftirtektar- vert, þó ekki sé það eftirsóknar- vert, að reykvískir leikendur eru yfir höfuð sterkari á svellinu í gamanleiknum heldur en í hinum alvarlegri viðfangsefnum. Næst hinum útlenzku leikritum fór sjónleikurinn Álfafell eftir Óskar Kjartansson, ungt skáld, sem miklar vonir voru tengdar við, en dó fyrir aldur fram árið 1937. Þetta er ævintýraleikur, nokkuð sundurleitur og laus í sér, en með leikrænum tilþrifum á köflum. Leikurinn var sýndur fyr- ir börn, og er það góðra gjalda vert. Leikstjóri var Jón Aðils og leikendur hið yngra fólk, sem hænzt hefur að leiklistinni hér í bæ undir merki Leikfélags Reykja- víkur. Var sýningin vel úr garði gerð. í lok leikársins sýndi ungfru Steingerður Guðmundsdóttir list sína og kunnáttu í eintalsleik.l' um, sem hún hefur numið hja Theodore Komisarjevsky, leik- stjóra í New York. Búningar og tilhögun eintalsþáttanna var með ágætum, frumsamdi þátturinn vai' samt helzt til háður 4. þætti > Hallsteini og Dóru, eftir Einar H. Kvaran — að hugsun og jaf»' vel orðalagi. Einhliða símtalsform þáttanna var þreytandi, þegar ti' lengdar lét, en vel mátti una v>®
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.