Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Side 78

Eimreiðin - 01.04.1947, Side 78
EIMREIÐIN RATI = RADAR. Fyrir skömmu barst til mín MORGUNBLAÐ meö grein um PLAST, er lagt var til að tekið veeri upp staðinn fyrir það, sem Ameríkíimenn nú kalla PLASTICS og lui’la á hvert reipi, þótt þeir fyrir strið kölluðu það ERSATZ og þætti skitur til koma, af því að það var mest notað í Þýzka- landi. Greinarhöfundurinn minnist í sambandi við plastið á aðra nýja uppfundningu, RADAR, og heyr- ist mér á honum, að ekki sé um annað að gera en taka það óbreytt upp í íslenzku, enda fari það ekki illa l málinu. Það er nú svo. Ef RADAR er hvorugkyns, þá mundu menn segja radarið, til radarsins, mörg radör (eða rödur?), sem er allt á eina bók lært fyrir stirðleika sakir. Eða kalla menn áhaldið reiðar? Ég veit ekki, en býst ekki við því. Radar er ekki einungis stirt í máli, heldur er það líka óíslenzkt í stafsetningu: Þðtt Reykvíkingar segi radar, þá skrifa þeir RATAR. Ef orðið væri tekið upp óbreytt, þyrfti a. m. k. að breyta staf- setningunni að þessu leyti. En úr því svo er gert, því þá ekki að íslenzka orðið og gera úr þvl RATA. RATI (-A, -AR) er vist ekki illa valið orð um þetta töfraáhald, sem ratar leið sIna í gegnum myrkur og þoku, svo að ekki sé sagt um það, að það sjái í gegnum holt og hæðir eins og kerlingin hans Loðinbarða. Hafa má það gegn þessari til- lögu, að rati sé þegar notað í merkingu, sem er þessari and- stæð, um mann sem er allt arivaö en ratvís: bölvaður rati. En sú mótbára er heldur léttvæg, því ekki er hætt við, að menn rugli saman slikum manni og þessarí rat-vél. Enda ber ekki á öðru en að málið komist af með slíkar andstæður, t. d. þótt honum væri gefið gott hljóð, kom hann ekki upp hljóði, og fleira slíkt. Stefán Einarsson. BÓNDINN Á HRAUNI. (Úr bréfi 16. júní ’47 frá Gunnari R. Hansen, leikhússtjóra. Hann hefur, svo sem kunnugt er, nýlega afhent Landsbókasafninu að gjöf ýms handrit Jóhanns heitins Sig- urjónssonar, skálds). „Til dæmis urn það, að Jóhavn eigi enn erindi til fólksins, eins og áður, hafið þér ef til vill áh.uga fyrír að frétta, að í vetur hefur „Bóndinn á Hrauni“ verið leikinn í flóttamannabúðunum þýzkn á Klövermarken. Þetta var gert að tilhlutan minni, og setti ég leikinn á svið. Þarna í fangabúðunum voru þá 23000 manns, flest bænda- fóll; frá Austur-Prússlandi, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.