Eimreiðin - 01.07.1948, Page 8
vm
EIMREIÐIN
NÝJAR BÆKUR
1. SÖGUR ÍSAFOLDAR D.
í fyrra kom út 1. bindi af Sögum ísafoldar. Þær urðu jafn
vinsælar nú og þegar þær birtust fyrst í ísafold, Iðunni og
víðar. Nxi er komið lit 2. bindi. Tryggið yður það í tírna,
hið 1. er uppselt.
2. DALALÍF.
Fyrir jólin 1946, kom lit bók, sem lítið lét yfir sér. Það var
skáldsaga eftir skagfirzka konu, sem hún kallaði Dalalíf. En
bókin varð vinsæl, bún seldist upp á nokkrum vikum. Annað
bindi sögunnar kom fvrir jólin í fyrra, og nú er komið 3.
bindi. Einn af okkar ágætustu menntamönnum, bókamaður
mikill, hefur látið í ljós þá skoðun á Dalalífi, að síðan Jón
Thoroddsen skrifaði sínar sögur, Mann og konu og Pilt og
stúlku, liafi enginn höfundur skrifað jafn sannar íslenzkar
sveitalýsingar og höfundur Dalalífs.
3. DULHEIMAR INDÍALANDS.
Björgúlfur Ólafsson læknir hefur þýtt þessa merku bók.
Bókin er stórfróðleg og skemmtileg aflestrar, og þýðingin
snilldarverk.
4. REYKJAVÍK FYRR OG NÚ.
Fyrir nokkrum árum gaf fsafoldarprentsmiðja út Reykjavík
í myndum. Aðaluppistaða bókarinnar var myndasafn Jóns
heitins Helgasonar biskups. Þessi nýja bók er saga Reykja*
víkur í myndum, frá fyrstu byggð og fram á þenna dag- í
bókinni eru um 200 myndir og teikningar.
Þetta eru nokkrar af jólabókum fsafoldar.
Bókaverzlun Isafoldar