Eimreiðin - 01.07.1948, Page 13
eimreiðin
YIÐ ÞJÓÐVEGINN
173
norska og 12 sænska svartlistarmenn. Voru þar á meðal tré-
skurðarmyndir, koparstungur, heitnalar-raderingar og stein-
teikningar (lithografi).
Þessi sýning var sögð hafa á boðstólum úrval af nútíma-
list Norðurlandanna f jögra, og að visu voru þarna nokkur
listaverk, sem skildu eftir djúp áhrif á athugulan áhorfanda
og ekki er auðvelt að gleyma. Sýningin hefur að makleikum
hlotið góðar viðtökur og ætti að hafa aukið skilning vorn á
því, á hvaða stigi nútímalist frændþjóðanna á Norðurlöndum
stendur. Eimreiðin á það velvild forstöðumanna sýningarinn-
or að þakka, að hún getur birt nokkur sýnishorn mynda
þeirra, sem á henni voru.
búnaðarbankinn nýi.
Laugardaginn U. september hóf Búnaðarbanki íslands
starfsemi sína í nýreistu stórhýsi við Austurstræti. Búnaðar-
bankinn er nú einhver bezt rekna opinber stofnun í landinu.
Undir bankastjórn Hilmars Stefánssonar hefur stofnunin
uunnið sér traust, ekki aðeins bænda, heldur og annarra, án
tillits til flokka og stétta, sem við hana hafa skipt. Ábyrgðin
a framkvæmdas tjórn bankans hvílir á einum manni, en hefur
ekki verið dreift á marga. En útkoman af slíkri dreifingu
stjórnar opinberra fyrirtækja á margar hendur hefur stundum
orðið sú, að enginn þykist ábyrgur, þar sem hið opinbera á í
hlut. Hið nýja hús Búnaðarbankans er hið veglegasta. Það
ntun hafa kostað alls 1A/2 milljón kr., en stendur sjálft undir
þeirri upphæð, með leigu þeirri, sem bankinn fær af húsinu.
Smíði hússins stóð yfir í rúm 3 ár, og notar bankinn sjálfur
hjallara þess og tvær neðstu hæðir, en leigir út fjórar þær
efri.
Búnaðarbankabyggingin nýja er af hagsýni gerð og til
sóma fyrir þann annan aðalatvinnuveg landsmanna, sem hún
er kennd við. Undir stjórn Hilmars Stefánssonar, sem veitt
hefur Búnaðarbankanum forstöðu samfleytt á fjórtánda ár,
hefur stofnunin blómgvast og fært út kvíarnar. í ræðu, sem
bankastjórinn flutti, þegar hin nýja bygging var tekin í