Eimreiðin - 01.07.1948, Page 14
174
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
notkun, komst
hann meðal ann-
ars svo aö orði:
,,Þetta hús er
fyrst og fremst
reist í þarfir elzta
atvinnuvegar
landsins, seni
varðveitt hefur í
1000 ár blómlega
byggð í bessu
landi, menningu
og sögu þjóðar-
innar, tungu
hennar og frelsi“.
Þaö væri ósk-
andi, að stofnunin
ætti eftir að ráða
úrslitum um það,
að aftur byggðust
sem flestar þær
jarðir í landinu,
sem nú eru í eyði,
BúnaSarbankahúsiS nýja viS Austurstrœti í Reykjavik. Og margar bætt-
ust við, svo að
aftur fjölgaði að sama skapi ört í sveitum landsins næstu
árin, sem fjölgað hefur í höfuðstaðnum undanfarin ár, en
mörgum hefur þótt nóg um þá fjölgun á kostnað sveitanna.
NÝTT ÞJÓÐVARNARBANDALAG.
Nýlega hefur verið vakið máls á því í einu dagblaðanna,
að íslenzku stjórnmálaflokkarnir væru of margir, þeim þyrfti
að fækka. Hvort sem þessi hugmynd kann að fá stuðnings-
menn eða ekki, þá er hitt víst, að þörf er nýrra samtaka allra
frjálshuga íslendinga, til þess að mynda þjóðvarnarbanda-
lag um hið unga íslenzka þjóðveldi, með sjálfstæði og hags-
muni þjóðarheildarinnar fyrir augum, án tillits til ríkjandi