Eimreiðin - 01.07.1948, Side 16
176
VIÐ ÞJOÐVEGINN
EIMREIÐIN
nýtingarstefna AlþýðuflokJcsins, samvinnustefna Framsókn-
arflokksins og einstaklingsstefna Sjálfstæðisflokksins hafa
allar ráðið miklu í þjóðlífi voru síðan árið 1918, að afstaðan
í sjálfstæðismálinu út á við hætti að skipta flokkum á ís-
landi, og enginn þeirra, einn og út chf fyrir sig, hefur reynzt
fær um að leysa vandamálin til nokkurrar hlítar. En með
náinni samvinnu — og jafnvel samruna — þessara þriggja
flokka mætti vænta þeirrar þjóðareiningar, sem er skilyrði
þess, að hið nýstofnaða þjóðveldi geti staðizt.
Nýtt þjóðvarnarbandalag mundi fyrst og fremst snúa sér
að því að fullgera og ákveða stjórnarskrá þjóðveldisins og
stjórnskipun, breyta hvorttveggju úr því millibilsástandi,
sem þessi mál eru í nú, vitandi vel, að það er hverju sjálfstæðu
ríki lífsnauðsyn, að stjórnarskrá þess sé sem skýrast orðuð,
föst í sniðum og sem fáorðust, en þó sem heilsteyptust. Til
þess að koma þessu í framkvæmd þyrfti sérstakt stjórnlaga-
þing, kosið eftir öðrum forsendum en alþingi nú. Við endur-
skoðun og samningu stjórnarskrár og stjórnskipunarlaga
mundi meðal annars þurfa að taka til yfirvegunar og ákveða
hvort rikisstjórnin skyldi ekki útnefnd af forseta þjóðveld-
isins og jafnvel skipuð utanþingsmönnum eingöngu, hvort
forseti ætti ekki að fá aukin völd og Efri deild alþingis að
vera þjóðdeild gagnvart pólitískri stétta- og flokkastarfsemi
Neðri deildar.
í innanlandsmálum er alltaf verið að ræða um það hjá
flokkaforustunni að finna sem tryggastar leiðir til þess að
koma á heilbrigðu hlutfalli í atvinnulífi þjóðarinnar milli
framleiðslukostnaðar og afurðaverðs. Samtök alþjóðar þurfa
að hefjast um það, að framleiðslan beri sig og fái staðið á
eigin fótum án styrkja og framlaga frá ríkinu. Nú er varið
milljónum króna árlega úr ríkissjóði í allskonar uppbætur
til framleiðenda. Þetta er sjúkt ástand, sem leiðir til glötunar.
í öðru lagi er það orðin brýn þörf, að dregið verði sem mest
úr reksturskostnaði ríkis og bæjarfélaga, svo að þessi kostn-
aður komist í nokkurnveginn skynsamlegt hlutfall við getu
og þörf fámennrar og sem stendur fátækrar þjóðar.
í þriðja lagi er hinn síaukni og oft áhættusami Hkisrekstur
að sliga framtaksvilja og ábyrgðartilfinningu einstaklinga