Eimreiðin - 01.07.1948, Page 18
178
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Öll þessi mál og fleiri eru þýðingarmikil dagskrármál og
verða, meðan hið unga þjóðveldi vort er að mótast. Sú mótun
tekur eðlilega nokkurn tíma — og vissulega er þörf einbeittra
og góðviljaðra alþjóðarsamtaka til þess að sú mótun takist vel.
MARSHALLAÐSTOÐIN.
Alþingi kom saman til starfa 11. þ. m., og hefur fyrsta stór-
málið á þingi verið skýrsla ríkisstjórnarinnar um Marshall-
hjálpina svonefndu og áætlun um verklegar framkvæmdir og
eflingu atvinnulífsins hér á landi næstu fjögur árin. með
stuðningi Efnahagssamvinnustofnunarinnar í Washington.
Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því,
að vér þurfum 51+2,8 millj. króna, í erlendum og innlendum
gjaldeyri, til þess að framkvæma áætlunina, en hún er meðal
annars um byggingu áburðarverksmiðju, lýsisherzluverk-
smiðju, sementsverksmiðju, kornmyllu, aukningu raforku í
landinu um 57,5 þúsund kiv., fjölgun hraðfrystihúsa, stór-
aukna landbúnaðarframleiðslu, aukinn síldariðnað, enn auk-
inn togaraflota, kaupskipaflota, o. s. frv. Hér eru því engar
smáræðis ráðagerðir á ferðinni.
En það er svipað að segja um Marshallaðstoðina fyrir land
vort og þjóð, eins og um gjaldeyrisflóðið inn í landið á stríðs-
árunum og önnur óvænt, utanaðkomandi „höpp“ fyrir þjóðar-
búskapinn. Allt er undir því komið, að þessarar aðstoðar sé
notið með varúð, ráðdeild og vakandi ábyrgðartilfinningu.
Reynslan frá stríðsárunum gefur að vísu ekki milclar vonir
um, að þessar þrjár dyggðir séu mjög þroskaðar í fari voru,
en sjálfsagt höfum vér lært eitthvað af óförunum síðustu árin.
Eigi þessar ráðgerðu framkvæmdir að geta átt sér stað án
tjóns fyrir efnalegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði vort, þarf
að gera hreint fyrir dyrum heima fyrir, áður en þjóðinni er
varpað út í þá áhættu, að taka á sig stórfelldar erlendar lán-
tökur, jafnvel þótt í formi styrkveitinga sé að einhverju leyti.
Marshallaðstoðinni er ekki ætlað að vara lengur en til ársins
1951. Verðum vér að þeim tíma liðnum hæfari til að standa .á
eigin fótum en núl Verði svo ekki, er Marshallaðstoðin oss
hermdargjöf.