Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 19
EIMREIÐIN
fPétur lff]acfnúóóon, /«* QiLLaLLa.
I.
Þeir hníga óðum, mínir mætu vinir,
í moldardjúp, í tímans reginhaf.
í huga mínum glaðir sólarsynir,
svipmyndir fagrar, er mér lánió gaf.
Á berum auðnum oft mér finnst ég standa,
áttvilltur milli tveggja reginlanda.
Hvar er nú söngur vors og vinagleöi?
Víst er nú sorg og tregi í huga mér.
Allt, sem á þessu stutta skeiöi skeöi,
í skœru Ijósi minning til mín ber.
Til hvers er fæözt, og fyrir hvaö er lifaö,
framast og hnignaö, sungiö, orkt og skrifaö?
Hver eru sköp, sem eyöa ógnarkrafti
örstuttu sumri afi gefa voldugt líf?
Hvert er þaö meginafl, sem alheim skapti,
en eigi móti dauöa veitti lilíf?
Líf var oss fengiö, okkar er ei sökin,
einhver — og stórfelld hljóta aö vera rökin.
Þaö þýöir ei oS þrœta og aö segja:
„Þetta er aöeins náttúrunnar spil,
allt á aö lifna, allt á svo oð deyja,
um eilífS hverfa í tímans dimma hyl“.
Veröld, er fann ei anda, Ijós og liti
og lífsins von, er gagnstœö öllu viti.