Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 21
EIMREIÐIN pétur magnússon, frá gilsbakka
181
Hraustar rœtur gefa gröSur
góSan, fagran, þroskaríkan.
Oft ég sá ei annan slíkan
auka göfgan feörahródur.
Aldrei varst viö ofsa kenndur,
aldrei hatursræZur sag'Sir,
góöu máli gott þú lagöir,
göfug sál og bróöurhendur.
Aldrei brást þú okkur, Pétur!
Æ var sama vinarþeWS
sæludaga, sortaéliö,
sumar hlýtt og kaldan vetur.
En þó bezt, er er/ið þreyta
okkur varö og blés á móti
andóf þungt í ölduróti,
öllum fannst til þín að leita.
Róleg dómgreind, réttlát hylli,
rökvís liugsun, auövelt skilin.
Aldrei kom, að kvöldi, í spilin
kóngur nema einn, af tígli.
Því aS svik hann' þekkti eigi
þeirra, er tæpa á va‘ði‘8 yzta,
lagakróka rúnir rista,
reika í myrkri um dulda vegi.
Heiðan svip og hreinan anda,
höfðingsbrag og göfgi bar hann,
auðnulitlum athvarf var hann,
er í lífsins nœðing standa.