Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 25
eimreiðin
185
GYÐINGAR, ARABAR OG PALESTÍNA
8umir hverjir, en aðrir hafa tekið upp arabiskar mállýskur og
nefnast Márar. Meginhluti þess fólks, sem byggir hin arabisku
lönd, er hálf ánauðugur og vesaell bændalýður, sem hefur verið
kúgaður í margar aldir af herskáum, en að öðru leyti duglausum
landaðli. Að svo miklu leyti sem vélmenning vesturlanda hefur
haldið innreið sína í þessi lönd, þá hefur hún eingöngu komið
yfirstéttunum að gagni. Hinn vesæli 6veitalýður lifir sams konar
lífi og almenningur í Vestur-Evrópu lifði á 10. öld. Tækni og
vinnuaðferðir eru með miðaldasniði, húsakynnin vesælir leir-
kofar með moldargólfi, strámottur koma í 6ængur stað, kytrur
þeirra eru oftast nær næstum því gluggalausar, dimmar og daun-
illar. Allt, sem þetta fólk getur við sig losað, verður það að reyta
í landeigendurna og hefur ekkert annað upp úr lífinu en léleg
hómullarföt og lítilfjörlegt lífsviðurværi. Aðeins vegna þess að
loftslagið er milt í þessum löndum, þolir fólkið þetta hörmungar-
líf, sem á Norðurlöndum myndi varla talið hæfa 6kepnum, hvað
þá mönnum.
I borgunum er ástandið litlu betra. Flestar borgir í arabiskum
löndum eru vesælt safn af leirkofum og tígulsteinahreysum. Við
°g við verða menn þó varir við skrauthysi auðkýfinga þar í
sérstökum borgarhlutum. Að öðru leyti er meiri hlutinn af
bæjunum 6amfelld fátækrahverfi með þröngum og krókóttum
götum og skuggalegum lágkúrulegum liúsaröðum, byggðum úr
leir og tígulsteini. Þar angar og ilmar allt af vesöld og volæði,
löstum og glæpum. Nokkur munur er þó á hinum arabisku
löndum. íbúar Atlaslandanna bera af öðru fólki í hinum arabiska
beimi. í þessum háfjallalöndum, sem eru hrjóstrug, en liafa hollt
loftslag, hefur ekki tekizt, nema á vesturströndinni, að mynda
sterkan gósseigendaaðal. Þess vegna eru íbúar þeirra landa að
talsverðu leyti enn í dag frjálsir bændur. Þeir hafa því aldrei
sokkið eins djúpt niður í volæði og eymd og íbúar Sýrlands,
Iraks og Egyptalands, enda eru Márar og Berbar Atlaslandanna
taldir með hraustustu liermönnum lieimsins enn þann dag í dag.
Meiri hlutinn af íbúum Egyptalands, Iraks og Sýrlands eru tæp-
Iega færir til herþjónustu nú á dögum. Þeir eru úrkynjaðir af
margra alda skorti, kúgun, menningarleysi og ótal sjúkdómum.
Einkum hafa innýfla- og augnasjúkdómar verið þar skæðir öldum
saman og eyðilagt fólkið kynslóð eftir kynslóð. Það er engin furða