Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 28
188
GYÐINGAR, ARABAR OG PALESTÍNA EIMREIÐIN
heimur er stór, og ef þeir Arabar, sem flutzt hafa til Palestínu
síðan 1917, en það er helmingur Palestínu-Araba, una sér ekki
meðal Gyðinga, ættu þeir ekki að verða í vandræðum með að
fá jarðnæði hjá frændum sínum í öðrum arabiskum löndum,
sem bæði eru strjálbýi og yfirleitt óræktuð, en frá náttúrunnar
hendi víða frjósöm. Þess ber líka að geta, að öflugt Gyðingaríki
í Palestínu, með 3—4 milljónir Gyðinga, sem yrði stjómað á
sæmilegan liátt sem venjulegu vestrænu iðnaðar- og bændaríki,
gæti hæglega orðið miðstöð tæknilegra, efnalegra og þjóðfélags-
legra framfara í öllum binum nálægari löndum.
Það skal engu spáð um það, hvernig Palestínudeilan muni
fara. En sorglegt mun mörgum þykja, ef allt það, sem gert liefur
verið í Palestínu á undanförnum áratugum, er til einskis. Fólki
til skemmtunar má geta þess, að Palestína befur verið eins konar
deigla nú í 30 ár fyrir ýmis gyðingleg og arabisk þjóðarbrot.
Þangað hafa streymt hörundsdökkir Austurlanda-Gyðingar frá
Jemen og Irak, bjúgnefjaðir, grannvaxnir vesturjúðar, frá róm-
önsku löndunum, kuflklæddir, klunnalegir síðskeggir með hrúts-
nef frá Austur-Evrópu, einkum Póllandi, frakkaklæddir, spengi-
legir, menntaðir Gyðingar frá Þýzkalandi og öðrum Mið-Evrópu-
löndum, og júðskir kaupmenn og peningamenn frá New York og
öðrum borgum Vesturheims. Og allir bafa þeir runnið saman í
eina þjóðarheild í Palestínu. Þess ber að geta, að nokkrar and-
stæður eru innbvrðis meðal Gyðinga í Palejstínu. Þeir skiptast
eftir stéttum eins og aðrar þjóðir. Hið gyðinglega sósialdemokratí
er afar sterkt í Palestínu, en liinn borgaralegi lýðræðisflokkur
Gyðinga er líka mjög álirifamikill. Fylgjast þessir tveir flokkar
mjög að málum út á við. En til eru meðal Gyðinga fasistiskir
flokkar, t. d. Irgun- og Stern-flokkarnir, sem ekki vilja fara neinar
samningaleiðir í viðskiptum sínum við Araba og Englendinga.
Hatast þeir mjög við liina lýðræðissinnuðu stjórnmálamenn
Gyðinga í Palestínu. Það er því ekki víst, að Gyðingar geti að
öllu leyti haldið saman. Það getur orðið Gyðingum til mikillar
hjálpar, að fjandmenn þeirra eru mjög sundurþykkir.
Arabaríkin eru mörg, og í hinum arabiska heimi eru margir
trúarflokkar, engu síður en í hinum kristna heimi. Svo er líka
til mikið af kristnu fólki í hinum arabisku löndum, einkum i
Egyptalandi Koptar og í Líbanon og Sýrlandi Malonítar. Svo eru