Eimreiðin - 01.07.1948, Page 29
eimreiðin
GYÐINGAR, ARABAR OG PALESTÍNA
189
hagsmunir stórveldanna, Rússlands, Englands og Ameríku, mjög
ólíkir og geta valdið árekstrnm þeirra á milli. Olíulindir hinna
nálægu Austurlanda hafa í þessu atriði mikla þýðingu. Getur
þetta líka orðið Gyðingum til hjálpar. Líka það, að nú hafa
Bandaríkin, en ekki Bretland, fengið verndarréttinn yfir Palestínu,
en í Bandaríkjunum eru Gyðingar mjög fjölmennir og margir
auðugir og mega sín þar mikils. Ef til vill var það gæfa Gyðinga,
að Bretar slepptu verndarréttinum yfir landinu til Bandaríkjanna.
En að lokum ber að geta þess, að þó Gyðingar fengju alla
Palestínu óskipta til umráða, þá er Gyðingavandamálið ekki
leyst þar með, því að Palestína getur ekki rúmað nema % af
þeim Gyðingum, sem til eru í heiminum. Hvemig sem fer verður
því Gyðingurinn gangandi eitt af vandræðabörnum þessa heims
enn um ófyrirsjáanlegan tíma.
Um sjónvarp.
í Bandaríkjura Norður-Ameriku eru taldir að vera um 1.750.000 sjónvarps
notendur sem stendur, og þeim fjölgar óðum. Ný sjónvarpstæki eru seld þar
notendum fyrir um 350 þúsund kr. á mánuði hverjum, að meðaltali. Verð á
þessum tækjum er frá 1000 kr. upp í 25 þúsund kr., en gert er ráð fyrir, að
eftir svo sem tvö ár hafi verðið lækkað um helming frá því, sem nú er.
Sem stendur eru 30 sjónvarpsstöðvar í Bandarikjunum, og ráðgert er að
°3rar 30 hafi verið teknar í notkun um næstu áramót. Þessar stöðvar sjón-
'arpa fjölbreyttum dagskrám, fullkomnustu stöðvarnar allt að 30—40 kl.tima
a viku hverri. Sjónvarpað er kvikmyndum og allskonar fréttaviðburðum,
einkum af íþróttasviðinu. Einnig er sjónvarp notað til kennslu, svo sem í
tnatreiðslu og handavinnu ýmiskonar, og hefur sjónvarpið reynzt ágætlega sem
kennslutæki.
Enn eru ýmis vandkvæði á að sjónvarpa um langar vegalengdir. Sjónvarps-
kylgjur fara eftir beinni línu, en ekki í boga, eins og útvarpsbylgjur. Sjón-
'arpsbylgjur verka því aðeins 80—100 km. út frá sjónvarpsstöðinni, eftir
yfirborði jarðar, nema að fleiri hjálpartæki komi til. Mikilvægust þeirra eru
endurvarpsstöðvar í háloftunum (stratovision). Til þeirra eru notaðar flug-
^élar, sem fljúga í allt að 10 km. hæð, taka við sjónvarpinu frá stöðvum á
Jórðu niðri og endurvarpa því. Tilraunir með þessa aðferð hafa leitt í ljós,
a<S hægt er að margfalda sjónvarpsfjarlægðirnar geysilega mikið. Sérfræð-
togar í þessum efnum halda því fram, að með þessu móti sé hægt a3 senda
8JÓnvarpsbylgjur alla leið til tunglsins, eins og tekizt hefur að senda þangað
fadar-bylgjur.
(Cr grein eftir John Jacobs, í mánaðartimaritinu America lllustated, 1948).