Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 32
192
VEGANESTIÐ
eimreiðin
við færið — var það ekki einu sinni þann tíma sólar*
hrings, sem hann hafði ekki öðru að sinna. Mér taldist svo til,
að við hásetamir og stýrimaðurinn ættum að eiga að meðaltali
800 fiska í lest, og ég var hreint ekki svo lítið upp með mér af
því að hafa skilað skipstjóra átta hundruð og tveimur gellum.
Upp með mér af því að vera rétt í meðallagi! segið þið nú
kannski og teljið mig hafa verið furðu lítilþægan. Já, víst var
ég hreykinn, því að ég var sá fjórði hæsti. Þeir voru nú sem sé
tveir, vökuskarfamir og námennirnir, sem við kölluðum svo, —
ekki bara Bjarni litlan einn — eins og í fyrra, heldur líka Fiski-
Gvendur, og fyrir honum varð sjálfur Bjarni að lúta í lægra
haldi — og það svo, að um munaði. Gvendur hafði dregið 1208
fiska í þessum túr, en Bjami ekki nema 990. Þriðji maður var
Jón á Hrynjanda, sem var 48 fiskum hærri en ég. En lægstur
var að þessu sinni Léttasóttar-Matthías, — hann hafði ekki skilað
nema tæpum 600 gellum. Hann var úthaldslaus að vaka við fiski-
drátt og aðgerð, varð eins og slytti. f gær hafði ég sagt við litla
manninn, vin minn Markús:
— Sjá hann núna, hann Matthías! Það er lán, að hann skuli
ekki stíga í skeggið á sér.
Og Markús svaraði:
— Hann hefur eytt orkunni í annað, maður sá, hefur slitið út
tveimur konum og bætir við sig aukagetu, þegar liann er að
verða sextugur. Ajæja, eittlivað verða menn að lifa fyrir!
Matthías var hins vegar aldrei lægstur í tregfiski, og honum
gekk meira að segja oft og tíðum beinlínis 'vel að draga, þegar
var slítings-fiskur. Ég komst aftur á móti aldrei í meðaldrátt
nema fiskur væri talsvert ör. Þá varð ég ólgandi af f jöri og kapp1'
ætlaði hreint að ærast, ef ég lenti í færaflækju og tafðist fra
drættinum, varð tannhvass og jafnvel illyrtur að fyrrabragði og
varla að mér stykki bros. Og ég var þolinn að-vaka, ef ég aðeins
gætti þess að snæða nægilega oft, en frekar lítið í einu — °f?
fleygja mér út af einhvern tíma á hverjum sólarhring, þótt ekkx
væri nema mjög skamma stund. f verulegu tregfiski gekk mer
fortakslaust verst allra á skipinu, enda hékk ég þá löngum áhuga-
laus í færinu og lét hugann sveima — eða ég var fullur af glensi
og fann upp á ýmsum spegálum, stundum í nokkru samráði við
mér ruiklu eldri og reyndari mann — núverandi stýrimann.