Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 34
194
VEGANESTIÐ
EIMREIÐIN
Fagureyri . . . Jæja, ég átti anzi skemmtilega bók niðri í rekkju
minni, svæfi kvöldvaktina og mókti á liundinum — nema þann
tíma, sem mér beinlínis bæri að vera uppi, •— og liti svo í bókina
á morgunvaktinni.
Ég leit á Markús. Það var þá heldur én ekki snúið upp á
ásjónuna á lionum núna: Nú var hann eitthvað að þenkja . ■ ■
Allt í einu renndi hann til mín liörmulega ankannalegu horn-
auga, glöðnuðu ekki í honum brúnaljósin við vökurnar.
— Það skyldi maður ætla, að hann Fiski-Gvendur lúrði heldur
vært — núna, sagði liann.
— Já, ætli það ekki? Hann berháttaði, ekki nokkur spjör eftir
á hans skrokk, þegar hann skreið inn í kojuna, svona rétt hjá
kabýsunni, hún heit og þetta lilýtt í veðri! Honum var nú
kannski mál að fara úr stígvélunum!
Hann etur alltíð og er þó alltíð soltinn, segir meistari Jón.
— Það á trúlega þarna við.
Svo féllu þá orðaskiptin niður. En ég fór að liugsa um Gvend.
Kappið í Iionum þennan túr — það hafði gengið vitfirringu
næst, liafði oft vel verið, það sem af var úthaldinu, en aldrei þó
neitt svipað þessum ósköpum. Sýndist næstum því vera svo, að
einhver ástríða ýtti þar á eftir, væri ekki venjulegt k;rp|). Alltaf
hafði verið langt á milli hans og Bjarna litlunnar í þessutn
fjórum túrum, sem við vorum búnir að fara, svo að ekki þurfti
hann að láta svona af ótta við að verða ekki hæstur allra, sem
þarna voru innanborðs. Ágirnd? Kannski það, en hann mundi
þó ekki þurfa að kvíða því, að liann ætti ekki nóg fyrir sig*
Annars var hann ekkert sérlega samansaumaður, ekki til dæmis
þannig, eins og ég vissi að var um suma, að liann tímdi ekki að
gefa manni ljósabeitu — af steinbítsstirtlu eða lúðuloki, síður en
svo. Nei, ég vissi ekki, gat ekki gert mér í hugarlund, livað gæti
valdið þessu ofurkappi. Reyndar — já, reyndar var nú sitthvað
undarlegt við þennan mann. Og ósjálfrátt fór ég að rifja upp 1
aðaldráttum, það sem ég vissi um Fiski-Gvend.
Guðmundur var Þórðarson. Hann var maður rúmlega fimm-
tugur. Heima átti hann á Fagureyri, en fæddur var liann og
uppalinn vestur í Hamrafirði — á koti inni undir fjarðarbotui-
Hann missti foreldra sína, þegar liann var rétt aðeins koniinn a
legg, og í nokkur ár var lionum komið fyrir Iiér og þar á kostnað