Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 35
eimreiðin
VEGANESTIÐ
195
sveitarinnar. En um fermingu var hann tekinn án meðgjafar, og
húsbóndi hans lét liann fara að róa með sér. Þá kom það upp úr
kafinu, að liann var lúsfiskinn. Strax og það fréttist, var tekið að
h'ta á hann öðrum augum en áður, og á næsta vetri skorti hann
ekki tilboð um vistir. Sumir buðu jafnvel kaup, en Guðmundur
var kyrr hjá smábóndanum, sem fvrstur hafði boðizt til að taka
hann án meðlags.
Átján ára gamall komst hann á skútu, og upp úr því keypti
hann sér lausamennskubréf, enda reyndist liann frábær dráttar-
maður fyrir sakir kapps og fiskni. Um tvítugt fór hann suður á
land fyrir byrjun vetrarvertíðar, og tókst honum eftir langa
mæðu að koma sér í skiprúm lijá vestfirzkum skipstjóra. Hann
hafði svo verið á vertíð syðra á liverju ári síðan — nema tvö
þau 8Íðustu. Hann liafði einungis örsjaldan orðið að láta í minni
pokann við fiskidrátt, reynzt ótrúlega þolinn og seigur, ekki
stærri eða þrekvaxnari maður en liann var, og heyrt hafði ég það,
að hann liefði alltaf ráðizt næstu vertíð á sama skip og sá, sem
hefði reynzt honum meiri sem dráttarmaður, og einungis tvisvar
hefði það komið fy rir, að nokkur liefði borið af lionum sigurorð
tvö ár í röð. Ef maður spurði Gvend, hvaðan þeir hefðu verið,
þessir tveir, sem liefðu reynzt þeir lielvízkir námenn, að sigra
hann, þá viðhafði hann ávallt sömu orðin, var það heillöng romsa,
sem liann virtist kunna orði til orðs:
— Vertu ekki að spyrja að því, bara — ég segi það bara, já!
Annar var af Skipaskaga, vitlausir menn þaðan, en hinn var
villingur ofan undan jöklunum, sem eru norðan við stóru mýrina
þarna á suðurlandinu — segi það bara! Svo kom í liann hálfgert
eymdar- og hátíðleikahljóð: — Þeir eru nú báðir sálaðir, þessir
vesalingar, og þó var annar þeirra 197 pund á sokkaleistum, en
hinn 188 — og handleggimir eins og kvenmannslæri — Gvendur
131. Þeir gerðu meira en þeir gátu — ég segi það bara, já!
Seinustu orðin í öðrum og liressilegri róm og lmykkur á já-inu.
Að haustinu og að vetrinum áður en Guðmundur fór til sjós,
stundaði hann fuglaveiðar á firðinum livern logndag, reytti
fuglana sjálfur og sendi fiðrið til sölu suður — eða fór með það
með sér, þegar liann fór í verið. Annars smíðaði hann tóbaks-
bauka, sem hann seldi, ekki útskorna eða búna, en þannig gerða,
a3 þeir bæði tóku mikið eftir stærð og fóru allvel í vasa. Sjó-