Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 40
200
VEGANESTIÐ
EIMREIÐIN
Og Markús mælti:
— Það er satt, — það er komin bullandi ágjöf, — það er að
eegja: þú ert farinn að taka á þig freyðandi vitfirringarsjóa,
Gvendur Þórðarson. Áðan fleygðir þú fyrir borð stærsta þorsk-
inum sem þú dróst í nótt, og núna misstir þú flatningslinífinn
þinn í sjóinn, varst með liann í kjaftinum, bölvaður ei þó
afglapinn! Og það var Dúsbnífurinn frægi, sem þú sagðist alltaf
ætla að eiga, ekki grípa til nema í stór-aðgerðum. En þú átt
annan hníf, bölvaður beinmarkinn, og farðu nú strax að fletja,
því að annars læt ég — liérna Litli maðurinn — fleygja fiskinum
þínum fram fyrir spil — og þar getur bann svo úldnað í sólar-
hitanum í dag!
Guðmundur glápti á hann, setti hönd fyrir eyra’ til þess að
heyra sem bezt, og talaði þó Markús ekkert lágt að þessu sinni.
Svo brissti Gvendur liöfuðið og tautaði:
— Jesús minn — segi það bara!
— Jesús þinn! Heldurðu að liann, sem sjálfur stundaði fiskirí
eða að minnsta kosti vísaði postulunum til miða, vilji líta við
svoleiðis óartarkvikindi, sem fleygir vænstu dráttunum fyrir liáf
og marfló og hrækir heimsins frægasta eggjárni í hafið!
Gvendur lirökk í kút — en svo rétti liann sig, skók sig, sagði:
— Fer að fletja — þó það væri nú, segi það bara. — Fiskurinn,
hnífurinn — lygimál með fiskinn — linífurinn, — satt, bann frá
Dús, — ekki við öllu séð, reksturskostnaður — segi það bara, já!
Og skyndilega vatt bann sér við, fór fram í liásetaklefa og sótti
þangað splunkunýjan flatningsbníf, en þó eggjaðan, brá honum
á loft og mælti: — Ekki verri þessi — líka frá Dús, bróðir bins,
segi það bara! Og Guðmundur fór á sinn stað við flatningsborðið
og flatti af kappi og sinni venjulegu lagni, unz aðgerðinni var
lokið. Það var rélt komið að vaktaskiptum, og svo var þá Fiski-
Gvendur ekki lengi að vinda sér ofan í. Standandi hrifsaði hann
í sig eitt fiskstykki og tvær kartöflur, og síðan fór liann úr hverri
flík og skreið inn í rekkju sína, sem var yfir rekkju matsveinsins
og að heita mátti alveg við hornið á eldavélinni.
— Nú held ég hún velgi þér, maddaman, elskulegur, sagði
Baldvin kokkur. — Ég ætla nú að fara að brenna kaffilúku á
eftir. Hana vantar alveg eitthvað til að maula, þá gömlu. Og
hann greip í sveifina á kaffikvörninni.