Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 43
eimreiðin
VEGANESTIÐ
203
Ég sé ekki annað en kokkskepnan megi fara að kasta út sínum
epotta!
Markús gaf honum merki. Og Baldvin skálmaði aftur eftir
þilfarinu með sínum vanalega handleggjaslætti.
— Hér er ég til þénustu, stýrimann, eins og þeir dönsku vildu,
að maður segði, þegar ég var á Pílottunni hjá Rogersen.
— Ég ætla að biðja þig, kokksi, að ýta við þeim þama fram í
'— nema lionum Gvendi. Það er víst ekki gustuk að vera að porra
hann út á frívakt núna!
Baldvin brá liendinni á loft:
— Skal gert!
— Nei, heyrðu! kallaði Markús.
Hinn vatt sér við
— Segðu þeim þarna frammi á bógnum — eins þeim, sem
þú vekur, að það sé klár óþarfi að vera með skelli og smelli, þó
að þeir verði varir, eru ekki þeir golþorskarnir, þetta!
— Jamm, elskulegur! Og aftur skálmaði Baldvin af stað. Hann
var ekkert ærður í að komast að færinu sínu.
I þessum svifum rak Bjarni litlan höfuðið upp um klefagatið,
ójá, næmt móðurevrað þar — svaf líka ekki í verstu svækjunni,
eins og Gvendur — liafði heldur ekki látið eins fjandalega í
túrnum. Og ekki var liann lengi að hverfa ofan í, námaðurinn,
hugsaði sér trúlega til hreyfings!
Markús þreif liaka og barði skaftinu á honum í umgerðina á
skjánum á lyftingarþakinu. Eftir svo sem eina mínútu, skaut
UPP úr lyftingunni höfði, öxlum og liandleggjum Ara Dagbjarts.
í*að gljáði á livíta skeggbroddana, og það var engu líkara en
tunglið í livirflinum væri orðið sjálflýsandi. En þrátt fyrir hærur
°g skalla var Ari Dagbjartur engan veginn neitt lirörlegur. Hann
Var teinréttur, og sko liann í framan. Og hann leit liýrbrosandi
yfir þilfarið:
— Sei, sei, liann ætlar ekki að gera það endasleppt við okkur
uúna, blessaður skaparinn! Þú ratar kannski hérna á Höfða-
trýnið, Krúsi! Hann hefur löngum verið líflegur hérna. Og þetta
er ljómandi fallegur fiskur, alveg nýrunninn, sunnanganga,
8ýrÚ8t mér!
Já, það held ég líka, sagði Markús og slengdi inn stærðar
fiski.