Eimreiðin - 01.07.1948, Page 46
206
VEGANESTIÐ
EIMREIÐIN
— Og hvers vegna, má ég spyrja? murraði hann.
— Þetta er orðið helvítis óréttlæti, alveg nóg ráðning fyrir
hann að vekja hann ekki rétt eins fljótt og liina! En þetta!
Ætla að láta hann sofa meða við fyllum kassann og dekkið af
fiski! Hann hefur þó ekki vanrækt verkin sín, sá ekki, að það
stæði neitt upp á liann við að fletja.
Litli maðurinn dró annað augað í pung:
— Sjáum til! Jæja, Hvítur minn, þetta gæti kannski verið
rétt hjá þér, — og hvað sem öðru líður, fer það varla að verða
lengur forsvaranlegt gagnvart skipstjóranum okkar og skipinu að
láta mann eins og liann Fiski-Gvend lúra lengur undir svona
kringumstæðum!
Ari Dagbjartur horfði á okkur stórum augum — gátu sýnzt
ótrúlega stór í honum, augun:
— Æ, liann Gvendur minn! Ég er svo aldeilis hissa! Að
maður skuli ekki liafa tekið eftir því, að . . . En livernig á það að
vera — þegar svona stendur á — að hann láti sig vanta! Já,
blessaður Oddur minn, vektu hann nú! Þú verður að kuiuia þér
hóf, Markús!
Markús meinskældi sig og kýttist allur í herðum:
— Heyrðirðu ekki, livað ég var að segja við piltinn — eða
hvað? Svo í lægri róm við mig: — Þú tekur vonandi eftir
orðunum hans og viðbrögðunum, Hvítur minn, þegar liann rífur
upp skjáina, hann Gvendur!
Ég brá við og liljóp fram þilfarið til lilés.
— Hvern djöfulinn ertu að gana? gall við í litlunni.
— Haltu kjafti, grásleppumóður-fóstri og blágómu-skakari •
kallaði ég og brá lófunum sitt hvorum megin við klefagatið,
sveiflaði mér síðan niður í stigann.
Sko, þarna lá Gvendur — skrokkurinn niður að mitti upp
undan sænginni, — lá upp í loft, gapti og hraut ógurlega, ekki
svo sem von, að hann lieyrði mikið til þeirra á bógnum! Sko,
þunnt nef eins og trjóna upp í loftið, dökkur, gráýrður skegg*
hýjungur á höku og vöngum, jarpt vfirskegg á efri vör — stóS
stíft eins og strá í kústhaus — ógurlega magurt andlit, liausinn
lítill, liárið úfið og strýlegt — hálsinn mjór og sinaber, bolurinn
rýr og svo holdlítill, að það mátti ekki einungis telja rifin, heldur
líka þó nokkuð mikið af æðum og sinuin, — og þá voru nu