Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 47
eimreiðix
VEGANESTIÐ
207
kannski vöðvarnir áberandi, þótt ekki væru þeir gildir, hand-
leggimir renglulegir og óskaplega æðaberir — og hendumar,
þetta voru rétt blakkar kræklur! Já, mér varð starsýnt á hann
Fiski-Gvend að þessu sinni, — að þetta skyldi vera þessi eindæma
maður við fiskidrátt, og meira en það: víkingur við öll verk,
sem gera þurfti á svona skútu.
En þetta gón og gláp dugði ekki, og ég upphóf mína raust,
tónaði með raust klerksins í Djúpafjarðarþingum:
— Gvend-ur, þú, sem sefur svefni hins réttláta fiski-manns!
Gæt að því, að þú sofir þér ekki til dóms-á-fell-is! Gve-e-ndur,
vakna þú, því fiskar liafsins kall-a til þí-í-ín: Kom þú til mí-í-ín!
Og allt í einu rak Gvendur upp á mig augun. Það var eins
og maður sæi inn í einhvern þokuheim. En skyndilega brá þar
fyrir glampa.
■— Segi það bara, segi það bara, já! hvæsti Gvendur út á milli
gulra tannanna. Og svo hváði liann aftur og aftur í einni runu:
Ha, ha, lia, lia?
Ofan af þilfarinu hvinur í vaðbeygjum og sporðaskellir. Nú
v'ar fiski kastað yfir til lilés. Og Guðmundur nokkur Þórðarson
glennti upp munn og augu. Það kom hræðslusvipur á andlitið,
°g hann leit til mín og hvíslaði:
•— Ert þetta þú, Oddur — eða kannski ekkert? Segi það
Eara, já!
— Sérðu mig ekki, maður? Ég er að vekja þig.
Hann lyfti höfði, starði á mig, skimaði síðan um hásetaklefann,
leit aftur á mig, hvíslaði á ný:
•— Það —það ert þú? Eru þeir þá að —að draga hann, virki-
lega að draga hann — á færi, á ég við? Segi það bara!
— Já, livað er þetta, maður? Auðvitað eru þeir að draga hann,
Eúnir að standa lengi í bandvitlausum fiski, og ég rauk frá færinu
Hnnu til að vekja þig. Komin minnst þrjú hundruð á dekk,
karl minn!
Hann lagðist út af, lokaði augunum, rak upp hljóð, stundi,
tók síðan viðbragð og lientist fram úr rekkjunni, hvæsti:
'— Sei-segi það bar-bar-ha, hjá!
Og nú vatt ég mér að stiganum, þeyttist upp á þilfar og flýtti
nier eins og ég gat aftur að færinu mínu.
En ég var ekki nema búinn að grípa í það, þegar hróp mikið