Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 49
eimreiðin
VEGANESTIÐ
209
var þetta eða hitt sekúndubrotið — og svitinn draup í stríðum
straumum af hinum nakta dráttarmanni. Nei, þó að við værum
að fieka á grunnu vatni, þá var lóðið ekkert svipað því komið
að botni, þegar Gvendur var búinn að hálsskera fiskinn, marka
hann og fleygja honum niður til hlés. Og eitt sinn þreif Gvendur
færislykkju af þilfarinu og þeytti henni út fyrir öldustokkinn,
blés á eftir henni og sagði af mikilli óþreyju:
— Út, út, út, út — ég segi það bara, já! Og svo fnæsti hann og
tuldraði. En nær alltaf var fÍ6kur kominn á öngulinn, þegar
Gvendur ætlaði að taka grunnmálið — og þá var að draga á ný.
Og þrjátíu og tvo fiska dró hann þá tiltölulega stuttu stund,
sem leið frá því, að hann kom upp og þangað til allt í einu var
ekki nokkurn drátt að fá. Ég hafði alls dregið fjörutíu og átta
og Léttasóttar-Matthías einungis þrjátíu og einn.
Þegar Fiski-Gvendur var búinn að fleygja fiskunum sínum
UPP í kassann, rétti liann úr sér, stóð þarna meira og minna
ataður blóði og slori, Þerraði sér um munn og nef með vettling
haegri handar, síðan með liinum, báðir jafnblautir og slorugir.
— Segi það bara, — helvízkir, láta Gvend sofa! Hann velti
vöngum, hló: — Maklegt fyrir Gvend, Fiski-Gvend, — en guð
gaf pilt, já, segi það bara, góðan pilt! Svo leit hann allt í einu
1 sólina, sem allan daginn hafði skinið í lieiði — og liann mælti:
Hana! Gaf guð, skein sól — segi það bara, já!
Það leit helzt út fyrir, að liann væri svo feginn því að liafa
verið vakinn, að gremjan út úr því, live seint það var gert,
kæmist ekki að.
^ið liættum veiðum þriðja september.
Tíðin liafði verið óvenjugóð fram yfir mánaðarmót og gnægð
fiskjar á miðunum. En svo hafði þá skyndilega gengið í rosa-
garð, norðan hvassviðri með haugasjó.
Aflinn, sem fékkst á Maríu, var meiri en nokkru sinni áður.
Raunar liöfðu öll skip aflað vel, en engin af Fagureyrarskipunum
eins vel og hún að tiltölu. Dráttarhæstur var auðvitað Fiski-
Gvendur, hafði dregið 38 skippund af þeim 225, sem komið
höfðu á skip. Og Fiski-Gvendur var ekki einungis dráttarhæstur
a Maríu, heldur hæstur allra, sem á þeim skipum voru, er gerð
14