Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 50
210
VEGANESTIÐ
eimreiðin
voru út frá Fagureyri þetta sumar, en á þeim voru samtals
rúmlega tvö hundruð manns.
Áður en vika var liðin af september, var María litla komin
upp á Kamb og orðin þar rammlega skorðuð. En við, sem áttum
heima utan Fagureyrar, gátum ekki haldið heim, daginn sem við
vorum búnir að setja skipið og ganga frá því á kambinum, áttum
eftir að dunda sitthvað fyrir sjálfa okkur, og svo bjuggum við
þá í skútunni. —
Þegar ég var búinn að dubba mig upp eftir setninginn, fór ég
upp á þilfar og fetaði mig varlega niður þann bænsnastiga, sem
reistur liafði verið upp við skipshliðina. Þá er ég var kominn
niður á kambinn, hugðist ég lialda upp á götu. En úr því varð
ekki, því að nú sá ég mann, sem ég átti að þekkja, koma fyrir
húsliorn og stefna niður á kambinn. Já, það var ekkert um að
villast, þetta var liinn mikli fiskikóngur fjarðarins, Guðmundur
Þórðarson. Hann var í jakkafötum úr gráu ullarefni, í blárn
peysu innan undir og með grátt kaskeiti aftur á bnakka. Hann
hafði hendur í vösum, gekk rykkjótt, bnykkti sér til öðm liverju
og skók höfuðið ákaflega, svipað og kindur gera, þegar þær hafa
vöknað illa í vatnsfalli.
Allt í einu leit liann í loft upp og tætti út úr sér:
— Ég — eg segi það bara, já!
Nu-ú, bann er þá kenndur, karlinn, hugsaði ég með mér, hefur
ekki beðið lengi með það í þetta sinn að lialda upp á vertíðar-
lokin.
Hana — þar kom hann auga á mig, sló út liægri liendi og
6tefndi beint til mín.
— Sæll, sagði liann stuttaralega. Síðan: — Var að koma að
hitta þig — segi það bara!
— Sæll og blessaður, Guðmundur minn!
— Stemmir, — ég er akkúrat Guðmundur þinn! Sko, sérðu!
Þú hefur ekki vitundarögn illt af þessu, þó að það sé frá Gvendi,
segi það bara, já! Og liann þreif samanbrotinn bankaseðil upp
úr vestisvasa sínum og ýtti honum inn í lófa minn. — Átt að
eiga þetta, ert að læra, dýrt, okur fvrir fátækan pilt, — átt að
eiga þetta fyrir að vekja liann Fiski-Gvend í sumar midir
Selnesinu, segi það bara, — fínn piltur, ágætisdrengur, vekja
Gvend — si, si, si, segi það bara, já!