Eimreiðin - 01.07.1948, Page 53
eimreiðin
ísland 1947.
STUTT YFIRLIT.
Tíðarfarið á árinu 1947 var í stórum dráttum þannig, að fyrri
Mutinn fram á sumar var mildur og vorhret ekki teljandi. I júlí-
hyrjun geysaði óveður um allt land og óvenjulegt um það leyti
árs vegna fjárskaða, sem það olli á Uthéraði og í Vopnafirði.
I Reykjavík urðu m. a. skemmdir á landbúnaðarsýningunni, sem
haldin var um það leyti. — Sunnan lands og vestan var sumarið
eftir þetta svo votviðrasamt, að skemmdir urðu miklar á lieyjum
og garðuppskera rýr. Á austurlielmingi landsins voru aftur á móti
stöðug góðviðri og fengur og nýting landafurða í hezta lagi. 1
október setti þar niður snjó, er olli jarðbönnum fram til ára-
móta. Vestan lands og norðan var aftur á móti svo snjólétt, að
bílfært var milli Suðurlands og Akureyrar mest af vetrinum. —
Heklugos hófst 29. marz, og olli öskufall þaðan skemmdum á
jörðum, einkum í Fljótslilíð og undir Eyjafjöllum. Rættist þó
betur úr en á horfðist. Hraun rann úr fjallinu stanzlaust árið út
og fram á árið 1948.
Landbúnaðurinn. Framleiðsla landafurða, að undanteknum
garðávöxtum, varð nokkru meiri en árið áður. — Slátrað var
372 þús. fjár (1946: — 353 þús.)* 1), og varð kjötmagnið 5652 tonn
(5207). Meðalþyngd dilka var 14,07 kg. (13,99). Mjólkursamlögin
3 (7) tóku við 28.300 þús. lítrum af mjólk (26.070).
Sala á mjólkurafurðum var þessi:
1947 1946
Mjólk .............. 16,1 millj. 1. 15,1 millj. 1.
Rjómi .............. 741 þús. 1. 712 þús. 1.
Skyr ............... 900 — kg. 874 — kg.
Smjör .............. 159 — — 99 — —
Ostur .............. 317 — — 382 — —
Mysuostur............. 25 — — 30 — —
1) Mismunur á tölum frá því í yfirlitinu í fyrra, bæði hér og víðar í þessari
grein, stafar af því, að þá fengust aðeins bráðabirgðatölur frá hlutaðeigandi
stofnunum, en hafa nú fengizt endanle'gar. Þetta eru lesendur beðnir að hafa
1 huga.