Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 56
216 ÍSLAND 1947 EIMREIÐIN
Lýsi ................ 5.407 tonn 22,9 — — 7.745 tonn 28,5 — —
Síldarolía.......... 20.527 — 51,8 — — 17.534 — 26,8 — —
Fiskmjöl ............ 5.464 — 5,6 — — 6.169 — 4,1 — —
Síldamijöl ......... 11.155 — 10,8 — — 10.195 — 8,0 — —
Hrogn ...............16.206 tn. 1,9 — — 14.723 tn. 2,7 — —
Síldveiðin. Síðast á árinu 1946 hafði síldar orðið vart í sund-
unum inn af Reykjavík og í Kollafirði. Voru menn lítt við þessu
búnir og reyndu að veiða liana í reknet og botnvörpur. En seinni
partinn í janúar 1947 liófst svo lierpinótaveiði á þessum slóðum og
stóð fram til viku af marz, og tóku um 60 skip þátt í veiðunum.
Var megnið af síldinni sent í bræðslu til Siglufjarðar. — Sumar-
síldveiðin fyrir norðan brást að miklu leyti þriðja sumarið í röð,
og hefði útkoma ársins orðið mjög rýr, ef vetrarsíldin í byrjun
ársins og þó einkum í lok þess, liefði ekki bætt mikið úr. 1 október
kom upp allmikil síld í Isafjarðardjúpi og í nóvember-byrjun í
Hvalfirði. Var þar rekin mikil veiði það sem eftir var ársins
og fram á vertíð 1948. Tóku þátt í þessari veiði tipp undir 170
skip og bátar. Var mest magn þessarar síldar sett í bræðslu á
ýmsum stöðum á landinu. Skipting á bagnýtingu heildaraflans
hefur verið sem hér segir (sbr. „Ægi“ 1948, bls. 125):
Ár Sallaö í bræöslu Fryst, kælt o. s. frv.
þús. tunnur þús. hektól. þús. tn. og hektól. 1)
1947: ....................... 65 2004 80
1946: ...................... 168 1172 53
1945: ....................... 95 463 70
1944: ....................... 35 2355 54
Iðnaðarstarfsemin í landinu er orðin ótrúlega mikil miðað
við fólksfjölda og aðrar aðstæður. Eftirtektarverðara er þó,
hversu margar tegundir eru framleiddar, þegar þess er gætt, að
það, sem gerir iðnframleiðsluna í heiminum góða og ódýra, er
einmitt hið gagnstæða — að fátt, en mikið sé framleitt á hent-
ugurn stöðum og að sjálfsögðu með fullkomnari tækjum og kunn-
áttu en hér getur verið kostur á. — Skulu taldar hér flestar þær
iðngreinir, sem skýrslur liafa fengizt um (sbr. Skýrslu Landsbank-
ans, 1947).
J) I þriðja dálki er sett satnan beitusíld og önnur síld, fryst, kæld og niður-
soðin, talin í tunntnn og 100 kg. vættum.