Eimreiðin - 01.07.1948, Page 61
eimreiðin
ÍSLAND 1947
221
hótels þar, sem á að kosta um 2,25 millj. dollara. — Tala bíla
á landinu var í árslok 1947 10.134 og hafði þá aukizt á ár-
unum 1946—’47 um 5245, eða meira en tvöfaldast. Það þarf
ekki svo lítinn erlendan gjaldeyri til að standa straum af þess-
um stóraukna bifreiðaakstri um nauðsyn fram. — Strandferðir
önnuðust „Esja“ og „Súðin“ sem fyrr. En í árslokin bættist við
uýtt, lítið strandferðaskip, „Herðubreið“ (366 br. t.). Þrátt fvrir
hin miklu ferðalög manna í bílum og flugvélum, voru farþegar
í strandferðum 18.086 (fyrra ár 12.715).
Verklegar framkvæmdir. Hafnargerðir og lendingabœtur.
Unnið var að landsliöfninni í Keflavík og Njarðvík, og varið á
árinu til þess 5,6 millj. kr. Fór helmingur þess fjár til kaupa
á landi og mannvirkjum. Hátt á 6. hundr. þús. kr. fór til ferju-
hafnarinnar í Hvalfirði og 151 þús. til ferjuliafnar við Melgras-
eyri og Arngerðareyri; 15,6 millj. (f. á. 16,0) var varið til liafna
°g lendingarbóta annarsstaðar utan Reykjavíkur. Var unnið á
þessum stöðum: Patreksfirði, Bolungarvík, Isafirði, Skagaströnd,
Sauðárkróki, Ólafsfirði, Húsavík, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn,
Grindavík og Akranesi.
Raforkuvirkjanir. Unnið var við liina nýju eimtúrbínu-
stöð Reykjavíkur við Elliðaár (7500 kw.), og kom hún í notkun í
apríl 1948. Lokið var við virkjun Andakílsár (3500 kw.), er miðla
skal rafmagni m. a. til Akraness og Borgarness. Unnið var að
'irkjun Gönguskarðsár nærri Sauðárkróki, og innanbæjarkerfi
lögð í Grindavík, Gerðum, Vogum, Selfossi, Stokkseyri, Eyrar-
hakka og Húsavík. Skal miðla rafmagni á þessa staði frá Sogs-
virkjuninni. Sömuleiðis var lögð lína austur að Hellu á Rangár-
völlum. Lokið var við orkuveitu frá Laxárvirkjnninni til Húsa-
vikur og um Grenjaðarstaðar- og Múlahverfi. Unnið var að dísil-
rafstöðvum fyrir Vestmannaeyjar (1600 kw.), Neskaupstað (650
kw.) og Bíldudal (250 kw.) — og svo loks að undirbúningi hinnar
miklu viðbótar við Sogsvirkjunina (28000 kw.) og Laxárvirkj-
unina (8000 kw.).
Húsbyggingar. Mikið var starfað að húsbyggingum á ár-
inu. Hin óvenjulegu og að vissu leyti óeðlilegu peningaráð, sam-
fara húsnæðisskorti, leiddu af sér sívaxandi keppni milli ein-
staklinga, byggingarfélaga, landsliluta og sjálfs ríkisvaldsins um