Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 62
222
ÍSLAND 1947
EIMREIÐIN
að koma upp fyrirhuguðum húsum og stórbyggingum á méðan
nokkuð fengist fyrir peningana. En skortur á efni og vinnukrafti
setti þessum framkvæmdum sín takmörk. — Unnið var að bygg-
ingu verkamannabústaða í Reykjavík, Hafnarfirði, Sauðárkróki,
Siglufirði, Ólafsfirði, Bolungarvík, Dalvík og Húsavík, og voru
téknar í notkun á 2. liundrað slíkar íbúðir. A árinu voru stað-
festar stofnanir 34ra samvinnubyggingarfélaga, er njóta skyldu
opinbers stuðnings samkv. nýsömdum lögum. — Af stórbygging-
um í Reykjavík, sem unnið var að, má nefna: Þjóðleikhúsið,
Safnaliúsið, Gagnfræðaskólann, Laugarnesskólann, Melaskólann,
Sjómannaskólann, Arnarlivol, íþróttahús Háskólans og Laugar-
neskirkju. Auk þess voru í smíðum sjúkraliús, skólar, prestsetur,
læknabústaðir, sýslumannsbústaðir, beimavistir skólafólks, leik-
fimibús og sundhallir, sem of langt er upp að telja. Reykjavíkur-
bær átti í smíðum yfir 100 íbúðir, og var lokið við um 70. Umsóknir
um slíkar íbúðir voru um 900. Talið er, að lokið hafi verið við
468 íbúðir (f. á. 634) í Reykjavík, en auk þess reist ýms skrif-
stofidiús, verksmiðjur, verzlunarhús, sumarbústaðir og bílskúrar.
Kostnaður við þessar byggingar er áætlaður um 73 millj. kr. Uti
á landi var einnig mikið um byggingar, bæði í kaupstöðum, kaup-
túnum og sveitum.
Vegir og brýr. Akfærir vegir landsins voru í árslok taldir
vera um 5000 km. að lengd. Til nýrra akvega var varið 7 millj-
kr. (1946: 9,8); til nýrra brúa 2,8 millj. (3,0); til viðhalds þjóð-
vega 13,9 millj. (11,6). Til sýsluvega fóru 1 millj. (0,7), á móti
álíka framlagi annarsstaðar frá. Til véla og ábalda við vegagerð
var varið 0,6 millj. (1,0), enda var nú mikið unnið með vélýtum
og öðrum stórvirkum tækjum. Lokið var við veginn yfir Siglu-
fjarðarskarð. Unnið var við veginn á Öxnadalsheiði, við Ólafs-
fjarðarveg, á Bitrubálsvegi í Strandasýslu, Þorskafjarðarlieiði og
við ýmsa vegi í Barðastrandasýslu. Á Snæfellsnesi var unnið við
Ólafsvíkurveg og nokkuð einnig á Mýrum og í Borgarfirði.
Unnið var að veginum austur frá Krýsuvík og gert við skemmdir
á veginum við Kleifarvatn.
Á Austurlandi var haldið áfram með Oddskarðsveg til Norð-
fjarðar og unnið við Fjarðarheiðarveg og Úthéraðsveg. — Gerðar
voru 10 brýr yfir 10 metra. Þar á meðal lokið við J ökulsárbrúna
við Grímsstaði á Fjöllum. Hinar eru yfir Hörðudalsá og Hauka-