Eimreiðin - 01.07.1948, Side 63
eimreiðin
ÍSLAND 1947
223-
dalsá í Dölum, Arnarbýlu og Móru á Barðaströnd, Norðurá við
öxnadalsheiði, Þjórsá í Vatnsnesi, Álftá á Mýrum, Skaftá undan
Holti á Síðu og Heinabergsvötn í Suðursveit. Einnig voru gerðar
allmargar smærri brýr og gert við nokkrar eldri.
Símalagningar voru með minna móti, vegna skorts á efni.
Þó voru lagðir allmargir sveitasímar eða yfir 200 km. samtals.
Lætur þá nærri, að helmingur allra sveitabýla á landinu hafi
fengið talsímasamband. Þar eð mikill lialli var á rekstri símans,
'ar notendagjald lieimasíma liækkað stórlega í byrjun ársins, og
aðrir taxtar einnig nokkuð. Opnað var talsamband við Ameríku
í jan. 1947. Tala símskeyta til útlanda var 108.200 (119.000), en
Há útlöndum 83.300 (106.300). Innanlandsskeyti voru 360.100
(341.600), en símtöl 1.107.800 (1.046.200). Við Evrópu var talað
4746 sinnum (4806), en við Ameríku 1489 sinnum.
Mannf jöldi á íslandi í árslok 1947 og árið á undan var þessi:.-
1947 1946
Allt landið 135.935 132.750
Kauptún yfir 300 íbúa 16.294 16.391
Sveitir, og þorp innan 300 íb 41.146 42.154
Kaupstaðir 78.495 74.205
Reykjavík 51.690 48.954
Hafnarfjörður 4.596 4.466
Akranes 2.410 2.321
Isafjörður 2.895 2.870
Sauðárkrókur 983 (926)
Siglufjörður 2.972 2.967
Ólafsfjörður 914 915
Akureyri 6.516 6.180
Seyðisfjörður 778 811
Neskaupstaður 1.263 1.243
Vestmannaeyjar 3.478 3.478
Sauðárkrókur hvarf úr tölu kauptúna árið 1947, en Sandgerði'
kom í staðinn (með 392 íbúa), en hvarf úr tölu þorpa. Taldir
eru í þessu manntali aðeins heimilisfastir menn. En skráðir íbúar
v°ru í Reykjavík 53.836 í árslok 1947, en 51.011 árið áður.
Halldór Jónasson..