Eimreiðin - 01.07.1948, Page 64
EIMREIÐIN
Gömul saga
og gamalt kvæði.
Seint í nóvembermánuði 1889 gekk svo ægileg stórhríð vfir
norðurland, að veðurofsinn þótti með fádæmum. 1 þeirri hríð
(prentuð lieimild segir, að hún liafi verið 23. nóvember, en suma
minnir nú, að hún hafi verið þann 19.) urðu sex manns úti í
Þingeyjarsýslu einni saman. Einn þeirra var Sigurpáll Árnason,
bóndi í Skógum í Reykjahverfi, 56 eða 57 ára að aldri. Hann var
hraustmenni og íþróttamaður liinn mesti. Lét liann sér ekki allt
fyrir brjósti brenna, eins og sýnir saga sú, er Jóliannes Friðlaugs-
son segir af lionum í grein sinni um hreindýraveiðar, í EimreiS-
inni 1933.
Sigurpáll var á lieimleið til sín frá Húsavík, ríðandi einhesta,
og reiddi undir sér poka. Hann fór fram hjá Saltvík og lagði
á Skarðaháls. Var þá dimmt mollukafald. En skömmu eftir að
hann lagði á liálsinn, livessti af slíkri skyndingu, að líkast var
sem hleypt væri af skoti. Til dæmis um veðurliæðina og fann-
fergjuna má geta þess, að ungur maður og liraustur, Árni Sig-
urðsson, bróðursonur Sigurpáls, var á beitarhúsum frá Laxamýri
og hafði byrgt inni féð. Þrátt fyrir kunnugleik sá hann, að það
mundi ekki sér lient að ætla að finna veginn lieim. En liann hafði
með sér fjárliund, vitran mjög. Tekur liann það fangaráð, að
hann skipar hundinum að fara á undan. Gætti seppi þess að fara
eigi hraðara en svo, að maðurinn gæti fylgt sér. Með þessu móti
tókst Árna að komast til bæjar.
Svo var Sigurpáll þaulkunnugur leiðinni yfir Skarðaháls, að
hann liafði sagt, að ekki kæmi það myrkur, að hann trevsti sér
ekki til að rata hana.
1 Skógum var um þesar mundir tvíbýli. Á heimili Sigurpáls
var nú ekki annað fólk heima en húsfreyja og börn þeirra hjóna.
Hann var væntanlegur heim um kvöldið, og þegar liríðin mikla
skall á, var konu hans þegar ljóst, hver hætta var á ferðum. Hvorki
hún né dóttir hennar, Hólmfríður, sent þá var sextán ára, fóru