Eimreiðin - 01.07.1948, Side 67
EIMREIÐIN
Það var nú þá.
Endurminning frá Kanada.
Eftir Björgvin GuSmundsson
Arið 1917 er, að ýmsu leyti, markvert í sögu Vestur-íslendinga.
Ef til vill hafa íslenzk einkenni sjaldan komið skýrar í ljós en
þá: Flokkadráttur á einu leitinu, drengskapur á öðru -— og
beggja blands, — eittlivað, sem sór sig í ætt til undirlægjuliáttar
og kotborgaraháttar, — á því þriðja. Árið áður hafði sjálfboða-
eða smölunar-farganið, eins og ég og fleiri nefndu það, náð
hámarki. Ungu piltana var þá farið að renna grun í, að þeir
mundu liafa annað og meira upp úr því að ganga í herinn en
falleg föt og hýr augu ungmeyjanna, — kannske ekki endilega
þeirra greindustu. Þeir mundu sennilega þurfa að fara á vígvöll
og falla fyrir þýzkum kúlum, ef svo vildi verkast.
En þessi uppgötvun ungu piltanna olli því, að framboð í
herinn fór ört þverrandi allt þetta yfirstandandi ár. Líka hafði
sjálfboða-fyrirkomulagið orðið æði kostnaðarsamt, þar eð smal-
amir fengu, að sögn, ákveðna upphæð fyrir hvern haus, en létu
sig liins vegar litlu skipta hvort hausinn var 20 eða 70 ára
gamall. Nú fóru líka Bandaríkin í stríðið, og þar var nú lítið
fengizt við vettlingatök, hvorki út á við — né inn á við. Allt
þetta leiddi til þess, að kanadisk stjórnarvöld fundu sig knúð
til að taka fastara á hermálunum en gert hafði verið til þessa.
Um þessar mundir fór íhaldsflokkurinn (Conservative) með
völd í Kanada undir forustu Roberts Borden. Hafði stjórn þessi
setið að völdum síðan 1911, eða einu ári lengur en til var stofnað.
Og nú var sá kosningar-frestur, sem hún, vegna ástandsins, hafði
fengið árinu áður, útrunninn. Þennan frest hafði stjómin m. a.
notað til að leita samkomulags við sir Wilfred Laurier, formann
frjálslynda flokksins (Liberal), um að mynda samsteypustjórn,
einskonar stríðs-stjórn, og skyldi hún sameinast um herskyldu-
málið, sem viðverandi stjórn hafði nú sett efst á stefnuskrá sína,
líklega bæði sem kosningabrellu og líka af því, að sjálfboða-